Innlent

Kajakræðari fundinn eftir mikla leit

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til leitar að erlendum kajakræðara sem saknað var við austari Jökulsá. Síðast sást til hans á sjötta tímanum í dag en hann hugðist róa niður ánna. Þegar hann var ekki kominn niður ánna um kvöldmatarleytið var farið að grennslast fyrir um afdrif hans. Maðurinn kom í leitirnar klukkan 21:30 í kvöld, heill á húfi er hann gekk fram á björgunarsveit.

Miklar leysingar eru á svæðinu og vatnavöxtur í ánni. Maðurinn hafði velt bátnum og týnt honum en náð að komast af sjálfsdáðum á þurrt.

Þegar hann fannst voru um 60 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar við leit auk þess sem búið var að kalla út lið frá nærliggjandi svæðum sem og þyrlu Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×