Innlent

Fréttamynd

Marijúanaræktun stöðvuð í austurborginni

Lögregla fann í gær töluvert magn af marijúanaplöntum í íbúð í austurborginni. Um var að ræða 55 plöntur og var ræktun þeirra vel á veg komin. Tveir karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri voru handteknir í tengslum við málið. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslu. Málið telst upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjaþjófur tók of stóran skammt

Brotist var inn í lyfjaverslun í austurborginni á fjórða tímanum í nótt og nokkuð magn af lyfjum tekið. Þegar lögreglan kom á staðinn var þjófurinn á bak og burt. Skömmu seinna barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði tekið of stóran skammt af lyfjum. Það reyndist vera innbrotsþjófurinn sem var líklega að innbyrða sönnunargögnin.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsmeðferðir stundaðar í lækningaskyni fyrstu árin á Kleppi

Fyrstu meðferðir fyrir geðfatlaða á Kleppi fyrir hundrað árum voru svokallaðar vatnsmeðferðir sem fólust í að setja sjúklingana í heit og köld böð í lækningaskyni. Þá voru sumir þeirra látnir lifa einungis á vatni í nokkrar vikur. Bylting varð í meðhöndlun geðfatlaðra þegar geðlyfin komu um miðja seinustu öld.

Innlent
Fréttamynd

Strandsiglingar hefjast

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna. Til þess hefur verið keypt rúmlega þrjú þúsund tonna fjölnota flutningaskip sem siglt verður hingað frá Lettlandi eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin

Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður í varaformanns- embættið

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sækist eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi í næsta mánuði. Hvorki Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, eða Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sækjast eftir embættinu. Valgerður segir Framsóknarflokkinn verða málefnalegan í stjórnarandstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður vill verða varaformaður

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Strandsiglingar frá Akureyri

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Síldin komin heim

Síld úr Norsk-íslenska síldarstofninum er nú í mun ríkari mæli innan íslensku efnahagslögsögunnar en verið hefur um áratuga skeið, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Þetta er sami stofninn og bar uppi síldarævintýrið á sjöunda áratug síðustu aldar, sem endaði með algjöru hruni vegna ofveiði.

Innlent
Fréttamynd

18 ára meistari

Magnús Þorlákur Lúðvíksson, átján ára menntskælingur í M.R. bar sigurorð af Pálma Óskarssyni lækni í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð tvö í gærkvöldi, og bar fimm milljónir króna úr býtum. Magnús Þorlákur er lang yngsti þáttakandi í Meistaranum til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Afturelding verður kvikmynduð

Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stórtjóni afstýrt í eldssvoða á Akranesi

Minnstu munaði að stórtjón yrði í hrognavinnslufyrirtæki Vignis G. Jónssonar á Akranesi, þegar eldur kviknaði á kaffistofu þar í gærkvöldi. Fyrir tilviljun varð eldsins fljótt vart og innan stundar var allt slökkvilið Akranes komið á vettvang. Tókst því að slökkva eldinn áður en hann náði útbreiðslu, en húsnæðið fylltist allt af reyk.

Innlent
Fréttamynd

Staða Íbúðalánasjóðs óljós

Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 4,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,60 prósentustig á milli mánaða í júní. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,7 prósentum í 4,1 prósent. Deildin telur ekki líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en í fyrsta lagi á þriðja fjórðungi næsta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga

Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á Íslending í Malaví

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar skaða

Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf eru enn á uppleið

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Högum

Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, skilaði hagnaði upp á 417 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá 1. mars í fyrra til loka febrúar á þessu ári. Þetta er rúmlega helmingslækkun á milli ára en í fyrra nam hagnaðurinn 997 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Morgunflug til Bandaríkjanna hefst í dag

Lagt verður upp í fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna klukkan hálf ellefu, en hingað til hefur ekki verið hægt að fara vestur um haf fyrr en síðdegis. Flugið er í tengslum við morgunflug frá meginlandi Evrópu til Keflavíkurflugvallar, þannig að farþegar úr því geta strax haldið áfram vestur um haf.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair Cargo kaupir nýjar Airbus A 330

Icelandair Cargo, eða flutningafélag Icelandair, hefur samið um kaup og leigu á fjórum nýjum Airbus A 330 flutningavélum, sem koma inn í reksturinn árið 2010 til 2011. Framleiðsla svona véla hefst árið 2009 og verður Icelandair eitt fyrsta félag í heiminum til að taka þær í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu ómeiddir eftir brotlendingu

Tveir flugmenn, sem voru einir um borð, sluppu ómeiddir þegar lítilli tveggja hreyfla Cessna Skymaster flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Rétt fyrir lendingu létu flugmennirnir vita um tæknilega erfiðleika og var slökkviliðið í Skógarhlíð hvatt út auk flugvallarslökkviliðsins en engin eldur kom upp þegar vélin skall í brautina og staðnæmdist þar.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra ára í klessubílaleik

Fjögurra ára snáði ók fjölskyldubílnum í ógáti utan í tvo kyrrstæða bíla á bílastæði í Reykjavík í gær, uns bíllinn drap á sér. Móðir drengsins hafði brugðið sér út úr bílnum og skilið hann eftir í gangi, en sá stutti fór að fikta og kom honum í gír með þessum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn

Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan

Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra milljarða jöklabréfaútgáfa í dag

Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf í dag út jöklabréf fyrir fjóra milljarða króna. Bréfin bera 10,25 prósenta vexti og eru á gjalddaga í janúar 2010. Þetta er fyrsta jöklabréfaútgáfan síðan þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf út 10 ára bréf fyrir hálfum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rætt um sameiningu Byrs og SpK

Hafnar eru viðræður um sameiningu Byrs og Sparisjóðs Kópavogs (SpK)en búið er að veita stjórnarformönnum beggja sparisjóða heimild til þess. Ætlun er að hraða vinnu eins og kostur er en engin tímamörk hafa verið sett um sameiningu sparisjóðanna.

Viðskipti innlent