Innlent

Fréttamynd

Yfir tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan ökumann í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á rösklega 170 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er aðeins 70 kílómetrar. Hann var því langt yfir tvöföldum hámarkshraða og leikur grunur á að hann hann hafi veri á enn meiri ferð skömmu áður en hann var mældur.

Innlent
Fréttamynd

Þúsaldarmarkmiðin í hættu

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala.

Innlent
Fréttamynd

Launabaráttu lauk með slagsmálum

Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Umferð gekk betur þessa helgi en fyrir viku

Umferð til höfuðborgarsvæðisins eftir Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi gekk mun betur í gær, en fyrir viku, þegar miklar umferðartafir urðu. Að sögn lögreglu urðu engin slys og engin teljandi óhöpp á þessum aðal umferðaræðum.

Innlent
Fréttamynd

Pólverji laminn

Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn.

Innlent
Fréttamynd

Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug

Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það.

Innlent
Fréttamynd

Róbert og Sindri selja í Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fallegasti haninn og fegursta hænan

Árleg sýning landnámshænsnaklúbbsins var haldin laugardaginn 30. júní í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þar voru sýnd á sjötta tug fullorðinna hænsna. Einnig var á sýningunni hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum. Góð aðsókn var á sýninguna og fengu gestir að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt Flóahrepps

Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt Flóahrepps frá 13. júní, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi hreppsins. Jafnframt átelja samtökin harðlega viðbrögð Landsvirkjunar með þeim afleiðingum að skipulagstillögurnar eru nú orðnar tvær.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í sumarbústaði um helgina

Brotist var inn í sumarbústað í Svínadal um helgina og öllum verðmætum stolið þaðan. Þá var brotist inn í fjóra sumarbústaði í Húsafelli en þar voru þjófarnir ekki eins stórtækir. Málin eru öll óupplýst en lögreglan í Borgarnesi hefur þau til rannsóknar ef einhver kynni að geta gefið einhverjar vísbendingar.

Innlent
Fréttamynd

VG styður kaup í Hitaveitu Suðurnesja

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði lýsir fullum stuðningi við yfirlýsingar fulltrúa Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja um að Hafnarfjörður neyti forkaupsréttar síns í fyrirtækinu. Vinstri grænir í Hafnarfirði segjast leggja áherslu á að varðveita megin markmið um almannahagsmuni og gæta hags neytenda.

Innlent
Fréttamynd

Saving Iceland heldur alþjóðlega ráðstefnu

Saving Iceland, sem er alþjóðlegt net einstaklinga sem vilja spyrna gegn því að stóriðja og virkjanir eyðileggi íslenska náttúru,eins og það er orðað í tilkynningu, boða til ráðstefnu sjöunda og áttunda júlí undir heitinu: Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna. Ræðumenn frá fimm heimsálfum, auk margra íslenskra ræðumanna munu ávarpa ráðstefnugesti.

Innlent
Fréttamynd

Umferð gekk vel í gær

Umferð til höfuðborgarsvæðisins eftir Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi gekk vel síðdegis í gær og fram á kvöld, að sögn lögreglu. Engin slys urðu og engin teljandi óhöpp. Umferðin til borgarinnar dreifðist meira í gær en fyrir viku, þegar tafir urðu á báðum þessum leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir ruslabíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir stórum Benz ruslabíl, með gaffal lyftu að framan til að lyfta ruslagámum. Síðast sást til bílsins í Grafarholti í gærkvöldi. Skrásetningarnúmerið er OV- 131.

Innlent
Fréttamynd

Ók utan í allt sem fyrir varð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti mann á heimili hans undir morgun, grunaðan um ölvunarakstur og að hafa margsinnis ekið utan í bíla, grindverk og tré í miðborginni. Vitni gáfu lögreglu upp skrásetningarnúmer bílsins, sem leiddi til handtökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Valt 50 metra en enginn slasaðist

Mildi þykir að ekki fór verr en raunin varð þegar jeppi með fjögurra manna fjölskyldu valt 50 metra út af veginum í Önundarfirði í gærkvöldi og gjöreyðilagðist. Fólkið, sem var allt í öryggisbeltum, var flutt á sjúkrahúsið á Ísafiðri til aðhlynningar og skoðunar, en engin reyndist alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél Icelandair fyrst

Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat.

Innlent
Fréttamynd

Askar Capital kominn til Indlands

Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir halda á hálendið

Fjórar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar halda upp á hálendið í dag og verða í fimm hópum til 12. ágúst. Tilgangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með viðbragðsstaðsetningar á hálendinu.

Innlent
Fréttamynd

FH fær HB í undankeppni Meistaradeildar Evrópu

FH-ingar fá að kljást við HB frá Færeyjum í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef þeir vinna það einvígi munu þeir keppa við APOEL frá Kýpur eða BATE frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð undankeppninnar. Fyrri leikurinn fer fram annað hvort 17. eða 18. júlí og síðari leikurinn þann 24. eða 25. sama mánaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas

Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Mosaic Fashions

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group tekur 28 milljarða lán

FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ellefu gerðu aðsúg að einum

Ellefu unglingar gerðu aðsúg að heimili unglings í Breiðholti í Reykjavík í nótt og hótuðu honum öllu illu. Innilokaður og dauðskelfdur hringdi hann eftir aðstoð lögreglu, sem kom á vettvang og handtók allan hópinn. Mun þetta hafa átt að vera einhverskonar uppgjör milli þess innilokaða og eins úr hópnum. Foreldrar flestra voru látnir sækja börn sín á lögreglustöðina og heyrir málið undir barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Laumufarþegar um borð í íslensku skipi

Um tuttugu laumufarþegar, líklega Afríkubúar, eru væntanlega komnir um borð í skip á Miðjarðarhafi sem er í eigu íslenskrar útgerðar eftir að skipverjar urðu fólksins varir í gær í flotkvíum sem skipið dregur. Útgerðin hafði samband við utanríkisráðuneytið sem bað áhöfnina um að koma fólkinu strax í björgunarbáta og taka það svo um borð í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Hjólaði í veg fyrir bíl

Þrettán ára piltur slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hann hjólaði í veg fyrir bíl á mótum Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi í gærkvöldi. Þar eru umferðarljós og ók bíllinn á grænu en ökumaður hans blindaðist af kvöldsólinni. Pilturinn var fluttur á Slysdeild Landsspítalans. Hann var ekki með hlífðarhjálm.

Innlent