Launabaráttu lauk með slagsmálum 2. júlí 2007 18:28 Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira