Innlent

Fréttamynd

Flaga fellur eftir háflug

Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hagnaðist um 40 milljarða króna

Landsbankinn hagnaðist um 39,9 milljarða krónur á öllu síðasta ári samanborið við 40,2 milljarða krónur í hitteðfyrra. Þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja báðir afkomuna góða og stöðu bankans sterka. Það skapi bankanum tækifæri í þeim óróleika sem hafi verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON tók stökkið í morgun

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góð jól hjá Alfesca

Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Storebrand og Sampo taka stökkið

Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprettur í Kauphöllinni

Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista fellur um tíu prósent

Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Existu og SPRON aldrei lægra

Gengi bréfa í Existu féll um 5,3 prósent og SPRON um tæp 3,5 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en gengi félaganna hefur aldrei verið lægra. Fallið kemur í kjölfar greiningar sænska bankans Enskilda um finnska tryggingafélagið Sampo. Þar segir að eiginfjárstaða Existu sé verri en af sé látið. Nemi hún jafnvirði um 35 milljörðum króna og geti svo farið að félagið verði að losa um eignir, jafnvel með afslætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfu Novators hafnað

Krafa Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að fá tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafélagsins Elisa, náði ekki fram að ganga, á fjölmennum hluthafafundi sem haldinn var í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópa fellur

Skellur hefur verið á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal í Kauphöllinni. Gengi bréfa í SPRON og FL Group hefur fallið um á milli sjö til átta prósent. Stórar eignir FL Group og Existu erlendis hafa fallið um allt að átta prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novator skautar á hluthafafund Elisu

Í dag ræðst hvort Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fái tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Hluthafafundur sem boðað var til að kröfu Novators verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki í dag. Reiknað hefur verið með því að hundruð mæti til fundarins, en hluthafar í Elisa eru yfir 230 þúsund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar skaffa vel

Kárahnjúkavirkjun mun skila Landsvirkjun umtalsvert meiri arði en áður var áætlað, samkvæmt nýju endurmati.

Innlent
Fréttamynd

Blóðið fossar í Framsókn

Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa flokksins, í Þættinum Silfur Egils á Ríkissjónvarpinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

18 metra hár snjóvarnargarður á Ísafirði

Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðar hefur verið auglýst en svæðið sem skipulagsbreytingin tekur til er í brattri hlíð undir fjallinu Kubba á Ísafirði. Fyrirhugað er að byggja snjóflóðavarnargarð ofan við byggðina og upptakastoðvirki í Bröttuhlíð.

Innlent
Fréttamynd

Sólin er komin til Bolungarvíkur

Dagurinn lengist nú hægt og örugglega, en það gerist misjafnlega snemma árs í hinum ýmsu byggðum landsins. Baldur Smári Egilsson á vikari.is segir frá sérstakri gleði bolvíkinga í dag:

Innlent
Fréttamynd

Norska RÚV gerir þátt um gosið í Eyjum

Norski sjónvarpsmaðurinn Geir Helljesen var á ferðinni í Vestmannayjum í vikunni en hann var að vinna að gerð sjónvarpsþáttar um eldgosið sem sýndur verður á besta tíma í norska ríkissjónvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Miðja Íslands merkt í dag

Um áttatíu manna hópur á um þrjátíu jeppum á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 er nú á leið upp á hálendið til að merkja miðju Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Undrameðal út ætihvönn?

Fyrirtækið Saga Medica sem framleiðir margskonar náttúru -og heilsuvörur hefur í tæp tvö ár haft starfsstöð við Ægisbraut á Akranesi þar sem meðal annars er unnið úr fræjum hvannarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu menn föt eða fengu menn ekki föt?

Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa flokksins, í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í gærkvöldi.

Innlent