Innlent

Norska RÚV gerir þátt um gosið í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Norski sjónvarpsmaðurinn Geir Helljesen var á ferðinni í Vestmannayjum í vikunni en hann var að vinna að gerð sjónvarpsþáttar um eldgosið sem sýndur verður á besta tíma í norska ríkissjónvarpinu.

Geir hefur fylgst vel með í Eyjum, flaug yfir gosstöðvarnar fyrir 35 árum og kom hingað þrívegis í gosinu og nokkrum sinnum síðan þá.

Suðurland.is skýrir frá þessu og segir að Geir sé með þekktari sjónvarpsmönnum Noregs. Kunnugir segi að hann sé Ómar Ragnarsson þeirra Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×