Innlent

Mikil ófærð víða um landið

Helstu leiðir á Norður-, Norðaustur - og Austurlandi eru ýmist illfærar eða ófærar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Hún hvetur vegfarendur til að kynna sér ástand vega áður en lagt er í ferðalag.

Þannig er ófært um Víkurskarð, Möðrudalsöræfi og fyrir Melrakkasléttu.

Einnig er ófært í Neskaupstað um Oddsskarð.

Fjallvegirnir um Vatnsskarð eystra, Öxi og Breiðdalsheiði eru einnig lokaðir. Skafrenningur og hálka er annars á flestum leiðum norðan- og austalands og á Öxnadalsheiði snjóar auk þess.

Sunnan- og vestanlands eru helstu vegir hins vegar almennt færir en varað við hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×