Innlent

Greiðslur hrundu þegar barnið fæddist fyrir áramót

Eins gott að koma ekki of fljótt.
Eins gott að koma ekki of fljótt.

Mikill munur getur verið á greiðlsum úr fæðingarorlofssjóði eftir því hvort barn fæðist í byrjun eða lok árs.

Þóra Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Finnsson eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Foreldrarnir, sem báðir vinna úti, sóttu um greiðlsur úr fæðingarorlofssjóði en þeir hafa síðustu níu mánuði starfað hjá hinu opinbera og verið með 280 þúsund krónur í laun hvort.

Áætlað var að litli drengurinn liti dagsins ljós þann 5. janúar síðastliðinn og samkvæmt útreikningi sem þau Þóra og Sigurgeir fengu átti Sigurgeir að fá rúmar 165 þúsund krónur greiddar úr sjóðnum og Þóra um 204 þúsund krónur.

Náttúran hagaði því hins vegar þannig að drengurinn kom aðeins fyrr í heiminn en áætlað var. Vegna þess að sá stutti kom í heiminn fyrir áramót hrundu greiðslur til ungu foreldranna. Sigurgeir fær nú 113 þúsund krónur og Þóra fær tæpar 167 þúsund krónur.

Þarna munar um tæpar 90 þúsund krónur á mánuði eða um 900 þúsund krónur á tímabilinu. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að samkvæmt reglum sjóðsins miðast greiðslur úr honum við tvö síðustu skattaár á undan fæðingarári barns.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir með Þóru og Sigurgeiri og vill að þessu verði breytt. Það gerist þó ekki nógu fljótt til þess að gagnast þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×