Innlent Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir Íslendinga tapa yfir 10 milljörðum á ári vegna stækkunar hvalastofna. Sjávarútvegurinn fagnar veiðunum og óttast ekki rökræðu á alþjóðavettvangi. Innlent 18.10.2006 21:36 Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína Hundruð sjómanna lenda á ári hverju í vinnuslysum sem samþykkt eru bótaskyld, og tugir slasast svo illa að þeim er metin örorka. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000 til dagsins í dag. Innlent 18.10.2006 21:36 Einkavæðing RÚV þar er efinn Ótti stjórnarandstöðunnar við að Ríkisútvarpið verði selt er grundvöllur andstöðu hennar við breytingu RÚV í hlutafélag. Yfirlýsingar stjórnarliða um að ekki eigi að selja duga skammt. Innlent 18.10.2006 21:35 Telur andstöðuna vera mótsagnakennda Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Innlent 18.10.2006 21:34 Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó Lagt er til í skýrslu sem opinberuð verður á morgun að þorskveiði í Norðursjó verði bönnuð. Hrygningarstofninn er nú 36 þúsund tonn. Gæti þýtt verðhækkanir á heimsmarkaði sem hefðu jákvæð áhrif hér, segir sjávarútvegsráðherra. Innlent 18.10.2006 21:35 Brýnt að afstýra einokun Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, leggur til að Alþingi samþykki þegar í stað lagabreytingu sem komi í veg fyrir samruna Mjólkursamsölunnar (MS), Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Gísli segir ljóst að slík einokun myndi draga svo úr samkeppni í mjólkuriðnaði að hagsmunum neytenda yrði stefnt í hættu. Innlent 18.10.2006 21:35 Ekið á tvo með skömmu millibili Ekið var á tvær konur sem voru á göngu á Miklubraut í gærmorgun. Fyrra óhappið varð rétt fyrir átta er kona var að fara yfir götu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Hún var flutt á slysadeild með áverka, sem reyndust ekki vera alvarlegir. Innlent 18.10.2006 21:35 Vissi ekki af rannsókn stjórnvalda Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku, segist aldrei hafa heyrt af athugunum íslenskra stjórnvalda á tengslum íslenskra borgara við austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar Gestsson var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á árunum 1989 til 1991 og var með Steingrími og Jóni Baldvin í ríkisstjórn, þegar athugað var um tengsl STASI við Íslendinga. Innlent 18.10.2006 21:35 Hvalveiðar vekja athygli um allan heim Fjölmiðlar víða um heim greina frá hvalveiðum Íslendinga hver í kapp við annan. Stjórnvöld fjölmargra ríkja hafa komið skoðunum sínum á framfæri. Mótmæli eru ekki talin eins harkaleg og búast hefði mátt við fyrirfram. Innlent 18.10.2006 21:34 Bráðavakt varnarlausra villidýra Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Innlent 18.10.2006 21:34 Söltun og mokstur aukinn í borginni Dregið hefur úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á undanförunum árum og eru nú 52 prósent farartækja með nagladekk. Til samanburðar má geta þess að 64 prósent voru með nagladekk árið 2001. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun á notkun vetrardekkja sem gerð var í maí 2006. Innlent 18.10.2006 21:36 Nauðguðu og myrtu stúlku Máli fjögurra bandarískra hermanna hefur verið vísað til herdómstóla en þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað og myrt fjórtán ára gamla íraska stúlku auk þess að hafa myrt systur hennar og foreldra í borginni Mahmoudiya, suður af Bagdad. Erlent 18.10.2006 21:36 Grettir bætir við sig bréfum í Avion Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær. Viðskipti innlent 19.10.2006 00:23 Viðsnúningur í vaxtatekjum Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans. Viðskipti innlent 19.10.2006 00:23 Breskar löggur vilja ekki vopn Danska, sænska og finnska lögreglan ber skammbyssu við skyldustörf, en norska og breska ekki. Lögreglan í Bretlandi notar ekki einu sinni piparúða. Erlent 18.10.2006 21:34 Svið vinsælli en pitsur Sviðamessa er gömul hefð á Austurlandi. Bændur héldu upp á lok smalamennskunnar með því að snæða svið og skemmta sér. Það er alveg jafn gaman í dag enda svið mikill herramannsmatur. Innlent 18.10.2006 21:35 Óljóst hversu stór lóðin verður Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Innlent 18.10.2006 21:34 Enginn hvalur veiddist í gær Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt á miðin vestur af landinu á þriðjudagskvöld en enginn hvalur veiddist í gær að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Skipið leitaði að hval rúmlega eitt hundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga. Innlent 18.10.2006 21:35 Mikilvægt að hafa mælistiku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir mikilvægt að einhver mælistika verði lögð á árangur grunnskólanema; það sé vilji foreldra og eins leggi Efnahags-og framfarastofnun Evrópu (OECD) áherslu á það. Hún segir hins vegar að samræmd próf eins og nú eru viðhöfð séu ekki endilega rétta leiðin og kveðst reiðubúin að ræða aðra möguleika. Innlent 18.10.2006 21:35 Gert fyrir erlenda sjófarendur Ara Páli Kristinssyni, forstöðumanni Íslenskrar málstöðvar, þykir miður að á varðskipinu Tý standi Coast Guard í stað íslenskrar áletrunar. Skipið er nýkomið úr slipp í Póllandi en þegar það hélt utan stóð á því Landhelgisgæslan. Innlent 18.10.2006 21:35 Fleiri atvinnulausir en í fyrra Að meðaltali 4.600 manns voru án vinnu og í atvinnuleit á þriðja ársfjórðungi 2006 eða 2,6 prósent vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 3 prósent hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 5,1 prósent. Innlent 18.10.2006 21:35 Minni hávaði, minni mengun Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hafa verið teknir í notkun en bílarnir hafa vakið nokkra athygli fyrir fallegar blómaskreytingar. Innlent 18.10.2006 21:35 Hvalstöðin án vinnsluleyfa Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hins vegar öll leyfi í lagi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Innlent 18.10.2006 21:36 Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir Markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík segir ferðamenn þegar byrjaða að afpanta ferðir til Íslands. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra óttast um trúðverðugleika og ímynd þjóðarinnar. Innlent 18.10.2006 21:36 Gefur kost á sér í 6.-8. sætið Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 6.-8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 18.10.2006 21:36 Málið enn til rannsóknar Lögreglan í Hafnarfirði, sem gerði 170 kannabisplöntur upptækar við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á sunnudag, er langt komin með rannsókn málsins. Innlent 18.10.2006 21:35 Kári og Hákon báru vitni Vitnaleiðslur í máli Íslenskrar erfðagreiningar gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum hafa staðið yfir í Fíladelfíuborg undanfarnar vikur en ganga hægt. Innlent 18.10.2006 21:35 Næststærsta dýr jarðarinnar Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Innlent 18.10.2006 21:34 Elsti Íslendingur allra tíma Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum er nú elsti Íslendingur sögunnar. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst síðastliðinn og varð því 109 ára og 59 daga gömul í gær. Innlent 18.10.2006 21:34 Stálu fatnaði og tækjabúnaði Tveir menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir margvíslega þjófnaði úr tveimur verslunum á Akureyri. Mennirnir voru báðir starfandi í viðkomandi verslunum. Annar þeirra dró sér fatnað úr Sportveri fyrir allverulegar fjárhæðir, auk 10 þúsund króna úr peningakassa verslunarinnar. Hinn tók ófrjálsri hendi tækjabúnað úr Siemens-versluninni fyrir hundruð þúsunda. Mennirnir hlutu skilorðsbundna dóma, annar í þriggja mánaða fangelsi en hinn í fimm mánaða fangelsi, auk greiðslu sakarkostnaðar. Innlent 18.10.2006 21:35 « ‹ 196 197 198 199 200 201 202 203 204 … 334 ›
Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir Íslendinga tapa yfir 10 milljörðum á ári vegna stækkunar hvalastofna. Sjávarútvegurinn fagnar veiðunum og óttast ekki rökræðu á alþjóðavettvangi. Innlent 18.10.2006 21:36
Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína Hundruð sjómanna lenda á ári hverju í vinnuslysum sem samþykkt eru bótaskyld, og tugir slasast svo illa að þeim er metin örorka. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000 til dagsins í dag. Innlent 18.10.2006 21:36
Einkavæðing RÚV þar er efinn Ótti stjórnarandstöðunnar við að Ríkisútvarpið verði selt er grundvöllur andstöðu hennar við breytingu RÚV í hlutafélag. Yfirlýsingar stjórnarliða um að ekki eigi að selja duga skammt. Innlent 18.10.2006 21:35
Telur andstöðuna vera mótsagnakennda Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Innlent 18.10.2006 21:34
Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó Lagt er til í skýrslu sem opinberuð verður á morgun að þorskveiði í Norðursjó verði bönnuð. Hrygningarstofninn er nú 36 þúsund tonn. Gæti þýtt verðhækkanir á heimsmarkaði sem hefðu jákvæð áhrif hér, segir sjávarútvegsráðherra. Innlent 18.10.2006 21:35
Brýnt að afstýra einokun Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, leggur til að Alþingi samþykki þegar í stað lagabreytingu sem komi í veg fyrir samruna Mjólkursamsölunnar (MS), Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Gísli segir ljóst að slík einokun myndi draga svo úr samkeppni í mjólkuriðnaði að hagsmunum neytenda yrði stefnt í hættu. Innlent 18.10.2006 21:35
Ekið á tvo með skömmu millibili Ekið var á tvær konur sem voru á göngu á Miklubraut í gærmorgun. Fyrra óhappið varð rétt fyrir átta er kona var að fara yfir götu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Hún var flutt á slysadeild með áverka, sem reyndust ekki vera alvarlegir. Innlent 18.10.2006 21:35
Vissi ekki af rannsókn stjórnvalda Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku, segist aldrei hafa heyrt af athugunum íslenskra stjórnvalda á tengslum íslenskra borgara við austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar Gestsson var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á árunum 1989 til 1991 og var með Steingrími og Jóni Baldvin í ríkisstjórn, þegar athugað var um tengsl STASI við Íslendinga. Innlent 18.10.2006 21:35
Hvalveiðar vekja athygli um allan heim Fjölmiðlar víða um heim greina frá hvalveiðum Íslendinga hver í kapp við annan. Stjórnvöld fjölmargra ríkja hafa komið skoðunum sínum á framfæri. Mótmæli eru ekki talin eins harkaleg og búast hefði mátt við fyrirfram. Innlent 18.10.2006 21:34
Bráðavakt varnarlausra villidýra Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Innlent 18.10.2006 21:34
Söltun og mokstur aukinn í borginni Dregið hefur úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á undanförunum árum og eru nú 52 prósent farartækja með nagladekk. Til samanburðar má geta þess að 64 prósent voru með nagladekk árið 2001. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun á notkun vetrardekkja sem gerð var í maí 2006. Innlent 18.10.2006 21:36
Nauðguðu og myrtu stúlku Máli fjögurra bandarískra hermanna hefur verið vísað til herdómstóla en þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað og myrt fjórtán ára gamla íraska stúlku auk þess að hafa myrt systur hennar og foreldra í borginni Mahmoudiya, suður af Bagdad. Erlent 18.10.2006 21:36
Grettir bætir við sig bréfum í Avion Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær. Viðskipti innlent 19.10.2006 00:23
Viðsnúningur í vaxtatekjum Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans. Viðskipti innlent 19.10.2006 00:23
Breskar löggur vilja ekki vopn Danska, sænska og finnska lögreglan ber skammbyssu við skyldustörf, en norska og breska ekki. Lögreglan í Bretlandi notar ekki einu sinni piparúða. Erlent 18.10.2006 21:34
Svið vinsælli en pitsur Sviðamessa er gömul hefð á Austurlandi. Bændur héldu upp á lok smalamennskunnar með því að snæða svið og skemmta sér. Það er alveg jafn gaman í dag enda svið mikill herramannsmatur. Innlent 18.10.2006 21:35
Óljóst hversu stór lóðin verður Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Innlent 18.10.2006 21:34
Enginn hvalur veiddist í gær Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt á miðin vestur af landinu á þriðjudagskvöld en enginn hvalur veiddist í gær að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Skipið leitaði að hval rúmlega eitt hundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga. Innlent 18.10.2006 21:35
Mikilvægt að hafa mælistiku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir mikilvægt að einhver mælistika verði lögð á árangur grunnskólanema; það sé vilji foreldra og eins leggi Efnahags-og framfarastofnun Evrópu (OECD) áherslu á það. Hún segir hins vegar að samræmd próf eins og nú eru viðhöfð séu ekki endilega rétta leiðin og kveðst reiðubúin að ræða aðra möguleika. Innlent 18.10.2006 21:35
Gert fyrir erlenda sjófarendur Ara Páli Kristinssyni, forstöðumanni Íslenskrar málstöðvar, þykir miður að á varðskipinu Tý standi Coast Guard í stað íslenskrar áletrunar. Skipið er nýkomið úr slipp í Póllandi en þegar það hélt utan stóð á því Landhelgisgæslan. Innlent 18.10.2006 21:35
Fleiri atvinnulausir en í fyrra Að meðaltali 4.600 manns voru án vinnu og í atvinnuleit á þriðja ársfjórðungi 2006 eða 2,6 prósent vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 3 prósent hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 5,1 prósent. Innlent 18.10.2006 21:35
Minni hávaði, minni mengun Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hafa verið teknir í notkun en bílarnir hafa vakið nokkra athygli fyrir fallegar blómaskreytingar. Innlent 18.10.2006 21:35
Hvalstöðin án vinnsluleyfa Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hins vegar öll leyfi í lagi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Innlent 18.10.2006 21:36
Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir Markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík segir ferðamenn þegar byrjaða að afpanta ferðir til Íslands. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra óttast um trúðverðugleika og ímynd þjóðarinnar. Innlent 18.10.2006 21:36
Gefur kost á sér í 6.-8. sætið Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 6.-8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 18.10.2006 21:36
Málið enn til rannsóknar Lögreglan í Hafnarfirði, sem gerði 170 kannabisplöntur upptækar við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á sunnudag, er langt komin með rannsókn málsins. Innlent 18.10.2006 21:35
Kári og Hákon báru vitni Vitnaleiðslur í máli Íslenskrar erfðagreiningar gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum hafa staðið yfir í Fíladelfíuborg undanfarnar vikur en ganga hægt. Innlent 18.10.2006 21:35
Næststærsta dýr jarðarinnar Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Innlent 18.10.2006 21:34
Elsti Íslendingur allra tíma Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum er nú elsti Íslendingur sögunnar. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst síðastliðinn og varð því 109 ára og 59 daga gömul í gær. Innlent 18.10.2006 21:34
Stálu fatnaði og tækjabúnaði Tveir menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir margvíslega þjófnaði úr tveimur verslunum á Akureyri. Mennirnir voru báðir starfandi í viðkomandi verslunum. Annar þeirra dró sér fatnað úr Sportveri fyrir allverulegar fjárhæðir, auk 10 þúsund króna úr peningakassa verslunarinnar. Hinn tók ófrjálsri hendi tækjabúnað úr Siemens-versluninni fyrir hundruð þúsunda. Mennirnir hlutu skilorðsbundna dóma, annar í þriggja mánaða fangelsi en hinn í fimm mánaða fangelsi, auk greiðslu sakarkostnaðar. Innlent 18.10.2006 21:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent