Breskar löggur vilja ekki vopn 19. október 2006 06:00 Sænska lögreglan Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. MYND/Nordicphotos/Gettyimages Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks. Innlent Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks.
Innlent Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira