Óljóst hversu stór lóðin verður 19. október 2006 05:15 Hallargarðurinn Fríkirkjuvegur 11 stendur í norðurenda Hallargarðsins. MYND/GVA Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 stendur á tæplega 3600 fermetra lóð sem rennur saman við liðlega 4100 fermetra lóð á Fríkirkjuvegi 13 og myndar svokallaðan Hallargarð. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir of snemmt að segja til um hversu stór hluti núverandi lóðar fylgi húsinu við söluna. "Okkur hafa enn ekki borist skrifleg fyrirmæli frá borgarstjórn og það er ekki búið að forma neinar lýsingar eða skilmála. Það hafa verið uppi margs konar raddir og sjónarmið og það verður reynt að horfa til þeirra. Menn vilja hafa einhvern aðgang að Hallargarðinum," segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hamlar deiliskipulag því ekki að væntanlegur kaupandi hússins geti búið þar kjósi viðkomandi svo. "Ég hygg að þarna geti hvoru tveggja verið atvinnustarfsemi og íbúðarhús," segir hann. Vænta má þess að nokkrar vikur líði þar til sölulýsing fyrir húsið verður tilbúin. "Það er töluverð vinna framundan. Það þarf meðal annars að meta ástand hússins og ákveða hvort á að þinglýsa kvöðum um einhvers konar verndun á húsinu. Það var til dæmis gert þegar borgin seldi Heilsuverndarstöðina," segir Ágúst Jónsson. Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 stendur á tæplega 3600 fermetra lóð sem rennur saman við liðlega 4100 fermetra lóð á Fríkirkjuvegi 13 og myndar svokallaðan Hallargarð. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir of snemmt að segja til um hversu stór hluti núverandi lóðar fylgi húsinu við söluna. "Okkur hafa enn ekki borist skrifleg fyrirmæli frá borgarstjórn og það er ekki búið að forma neinar lýsingar eða skilmála. Það hafa verið uppi margs konar raddir og sjónarmið og það verður reynt að horfa til þeirra. Menn vilja hafa einhvern aðgang að Hallargarðinum," segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hamlar deiliskipulag því ekki að væntanlegur kaupandi hússins geti búið þar kjósi viðkomandi svo. "Ég hygg að þarna geti hvoru tveggja verið atvinnustarfsemi og íbúðarhús," segir hann. Vænta má þess að nokkrar vikur líði þar til sölulýsing fyrir húsið verður tilbúin. "Það er töluverð vinna framundan. Það þarf meðal annars að meta ástand hússins og ákveða hvort á að þinglýsa kvöðum um einhvers konar verndun á húsinu. Það var til dæmis gert þegar borgin seldi Heilsuverndarstöðina," segir Ágúst Jónsson.
Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira