Innlent

Kári og Hákon báru vitni

Kári Stefánsson Sagði fyrir dómi að eðli miðstöðvarinnar hefði komið flatt upp á sig.
Kári Stefánsson Sagði fyrir dómi að eðli miðstöðvarinnar hefði komið flatt upp á sig.

Vitnaleiðslur í máli Íslenskrar erfðagreiningar gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum hafa staðið yfir í Fíladelfíuborg undanfarnar vikur en ganga hægt.

Meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn og svarað spurningum eru Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Hákon Hákonarsson, sem sakaður hefur verið um iðnaðarnjósnir gegn ÍE.

Samkvæmt vefriti The Scientists sagði Kári fyrir dómi að hann hafi vitað af því að Hákon ætlaði að fara til starfa hjá erfðarannsóknarmiðstöð Barnaspítala Fíladelfíuborgar en að hann hefði ekki vitað hvers eðlis starfsemi miðstöðvarinnar var fyrr en fréttatilkynning þess efnis var gefin út í júlí síðastliðnum. Það hafi komið ÍE í opna skjöldu þegar ljóst var að miðstöðin ætlaði í samkeppni við fyrirtækið.

Hákon Hákonarsson sagði að Kári hafi lengi vitað um áform hans og að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli ÍE og miðstöðvarinnar sem meðal annars myndi fela í sér að Hákon yrði áfram starfsmaður ÍE að hluta. Þær viðræður hafi síðar siglt í strand og ÍE hafið málareksturinn í kjölfarið. Lögfræðingar miðstöðvarinnar segja auk þess að túlkun ÍE á starfsmannasamningum mannanna sé allt of víð og til þess fallin að koma í veg fyrir að þeir starfi nokkurn tímann aftur við erfðarannsóknir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×