Innlent Hópur útlendinga gerði sig líklegan til að nauðga konu á skemmtistað Hópur útlendinga gerði sig líklegan til að nauðga konu inni á skemmtistað í Reykjavík í fyrrinótt, en vitnum og lögreglu tókst að afstýra því að mennirnir næðu fram vilja sínu, að því er Morgunblaðið greinir frá. Innlent 30.10.2006 08:53 Maður slasast alvarlega í árekstri í Fljótshverfi Maður slasaðist alvarlega þegar bíl var ekið á hann á þjóðveginum í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, á sjötta tímanum í gær. Innlent 30.10.2006 08:15 Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Röð þeirra fjögurra efstu varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, 2. Karl V. Matthíasson 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, 4. Sigurður Pétursson. Innlent 29.10.2006 23:31 Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. jörn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið að láta slag standa að nýju. Innlent 29.10.2006 19:02 Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar Innlent 29.10.2006 18:24 Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Innlent 29.10.2006 18:06 Vill að þáttur lækna í láti sonar síns verði rannsakaður Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Innlent 29.10.2006 18:21 Umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysa Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, segir umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysu. Vinnuaðferðir bankans séu ekki aðrar en annarra alþjóðlegra banka, þar á meðal danskra. Innlent 29.10.2006 18:12 Geir og Guðlaugur leiða listana Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur í öðru. Björn Bjarnason hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna Bjarnadóttir í fjórða. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Kosningin er því bindandi. Innlent 28.10.2006 23:02 Tölur kl. 22:30 - Pétur í 6. sætið í stað Ástu Þegar búið er að telja 8.464 atkvæði er Pétur Blöndal kominn upp fyrir Ástu Möller og Guðlaugur Þór Þórðarson virðist orðinn nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ef ram fer sem horfir leiðir Guðlaugur annan lista flokksins í borginni í Alþingiskosningunum í vor. Geir Haarde, flokksformaður, leiðir hinn, en Björn Bjarnason lendir í þriðja sæti í prófkjörinu, sem lauk í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn eignast væntanlega tvo nýja þingmenn í Reykjavík í vor og Háskólinn í Reykjavík missir einn rektor. Rúmlega 10 þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu. Innlent 28.10.2006 22:13 Tölur kl. 21:30 - Pétur vantar 10 atkvæði í 6. sætið Pétur Blöndal vantar nú aðeins 10 atkvæði til að ná 6. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Staða efstu manna hefur ekkert breyst þegar 7.909 atkvæði hafa verið talin af rúmlega 10.000. Geir Haarde er efstur, hefur hlotið 7.558, þar af 7.050 atkvæði í 1. sætið. Guðlaugur Þór Þórðarson í öðru sæti með 6.445 atkvæði, þar af 3.828 atkvæði í 1. - 2. sæti. Björn Bjarnason er í þriðja sæti með 5.493 atkvæði, þar af 3.062 atkvæði í 1. - 2. sætið. Það munar því 766 atkvæðum á þeim í 1. - 2. sæti. Innlent 28.10.2006 20:38 Tölur kl. 20:30 - Pétur virðist saxa á Ástu Pétur Blöndal virðist saxa á Ástu Möller í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar talin hafa verið 6.474 atkvæði vantar Pétur aðeins 27 atkvæði til að ná 6. sætinu af Ástu. Hún hefur hlotið samtals 5.165 atkvæði en Pétur er með samtals 4.885 atkvæði í 1. - 7. sæti. Innlent 28.10.2006 20:20 Dómsmálaráðherra gefur ekki færi á viðtali í kvöld Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var á kosningaskrifstofu sinni þegar fréttastofa náði tali af honum kl. 20 í kvöld og bað um viðtal þegar síðustu tölur yrðu birtar. hann sagðist ekki ætla að veita fleiri viðtöl í kvöld og vildi ekki að fjölmiðlar kæmu og mynduðu á kosningaskrifstofu hans. Hann gaf ekkert uppi um hvenær hann myndi gefa færi á viðtali á morgun. Innlent 28.10.2006 20:07 Tölur kl. 20:00 - Staðan óbreytt, Björn tjáir sig ekki Guðlaugur Þór Þórðarson heldur enn öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar 5.759 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór hefur hlotið 4.654 atkvæði en Björn Bjarnason er í þriðja sæti, hefur hlotið 4.060 atkvæði. Geir Haarde hefur hlotið 5.525 atkvæði í fyrsta sæti eða tæplega 96% greiddra atkvæða. Guðfinna Bjarnadóttir hedlur fjórða sætinu, Illugi Gunnarsson er í þvi fimmta og Ásta Möller í sjötta sæti. Björn Bjarnason vill ekki tjá sig um hvort hann taki 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna ef úrslit verða á þann veg í prófkjörinu. Þessi afstaða Björns eykur á spennuna í talningu atkvæða í prófkjörinu. Innlent 28.10.2006 19:41 Afskaplega þakklátur "Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við Vísi þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði. Innlent 28.10.2006 19:55 Spurt verður hvaðan peningarnir komi Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Innlent 28.10.2006 19:33 Tölur kl. 19:30 - Óræð ummæli Björns Bjarnasonar auka enn á spennuna Óræð ummæli Björns Bjarnasonar um hvort hann taki sæti á lista samkvæmt úrslitunum í prófkjörinu auka enn á spennuna í talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka. Hann játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 5.512 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller. Innlent 28.10.2006 19:18 Tölur kl. 19:00 - Guðlaugur Þór enn í öðru sæti, Illugi í fimmta Innlent 28.10.2006 18:37 Fjórtán hundruð mættu á kjörstað Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. Innlent 28.10.2006 18:10 Tölur kl. 18:30 - Guðlaugur nú í öðru sæti Guðlaugur Þór Þórðarsson er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 3057 atkvæði hafa verið talin. Björn Bjarnason er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. Innlent 28.10.2006 18:18 Fyrstu tölur - Björn Bjarnason í 2. sæti Björn Bjarnason er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 2066 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór Þórðarsson er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. Innlent 28.10.2006 17:12 Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. Innlent 28.10.2006 15:23 Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum. Innlent 28.10.2006 12:27 Bíll valt í hálku á Öxnadalsheiði Bílvelta varð á Öxnadalsheiði um kl. 19 í kvöld. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum á lúmskum hálkukafla á 1-2 km kafla á veginum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og útaf veginum. Innlent 27.10.2006 23:17 Framkvæmdum á Íslandi og Trínídad og Tóbago mótmælt í Lundúnum Umhverfisverndarsinnar frá Bretlandi, Íslandi og Tríndídad og Tóbago komu saman á Sloane-torgi í Lundúnum í dag til að mótmæla stóriðjuframkvæmdum tengdum álverum í þessum þremur löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland. Innlent 27.10.2006 22:58 2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21 2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar. Innlent 27.10.2006 22:18 Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum. Innlent 27.10.2006 21:08 Varað við grjóthruni á Óshlíð Vegagerðinn varar við ferðum á Óshlíð vegna hættu á grjóthruni. Fólk beði um að vera ekki á ferð þar um að tilefnislausu. Innlent 27.10.2006 20:59 Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. Innlent 27.10.2006 20:37 Neysla sjávarafurða í Kína að aukast Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020. Innlent 27.10.2006 20:29 « ‹ 182 183 184 185 186 187 188 189 190 … 334 ›
Hópur útlendinga gerði sig líklegan til að nauðga konu á skemmtistað Hópur útlendinga gerði sig líklegan til að nauðga konu inni á skemmtistað í Reykjavík í fyrrinótt, en vitnum og lögreglu tókst að afstýra því að mennirnir næðu fram vilja sínu, að því er Morgunblaðið greinir frá. Innlent 30.10.2006 08:53
Maður slasast alvarlega í árekstri í Fljótshverfi Maður slasaðist alvarlega þegar bíl var ekið á hann á þjóðveginum í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, á sjötta tímanum í gær. Innlent 30.10.2006 08:15
Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Röð þeirra fjögurra efstu varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, 2. Karl V. Matthíasson 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, 4. Sigurður Pétursson. Innlent 29.10.2006 23:31
Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. jörn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið að láta slag standa að nýju. Innlent 29.10.2006 19:02
Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar Innlent 29.10.2006 18:24
Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Innlent 29.10.2006 18:06
Vill að þáttur lækna í láti sonar síns verði rannsakaður Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Innlent 29.10.2006 18:21
Umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysa Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, segir umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysu. Vinnuaðferðir bankans séu ekki aðrar en annarra alþjóðlegra banka, þar á meðal danskra. Innlent 29.10.2006 18:12
Geir og Guðlaugur leiða listana Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur í öðru. Björn Bjarnason hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna Bjarnadóttir í fjórða. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Kosningin er því bindandi. Innlent 28.10.2006 23:02
Tölur kl. 22:30 - Pétur í 6. sætið í stað Ástu Þegar búið er að telja 8.464 atkvæði er Pétur Blöndal kominn upp fyrir Ástu Möller og Guðlaugur Þór Þórðarson virðist orðinn nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ef ram fer sem horfir leiðir Guðlaugur annan lista flokksins í borginni í Alþingiskosningunum í vor. Geir Haarde, flokksformaður, leiðir hinn, en Björn Bjarnason lendir í þriðja sæti í prófkjörinu, sem lauk í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn eignast væntanlega tvo nýja þingmenn í Reykjavík í vor og Háskólinn í Reykjavík missir einn rektor. Rúmlega 10 þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu. Innlent 28.10.2006 22:13
Tölur kl. 21:30 - Pétur vantar 10 atkvæði í 6. sætið Pétur Blöndal vantar nú aðeins 10 atkvæði til að ná 6. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Staða efstu manna hefur ekkert breyst þegar 7.909 atkvæði hafa verið talin af rúmlega 10.000. Geir Haarde er efstur, hefur hlotið 7.558, þar af 7.050 atkvæði í 1. sætið. Guðlaugur Þór Þórðarson í öðru sæti með 6.445 atkvæði, þar af 3.828 atkvæði í 1. - 2. sæti. Björn Bjarnason er í þriðja sæti með 5.493 atkvæði, þar af 3.062 atkvæði í 1. - 2. sætið. Það munar því 766 atkvæðum á þeim í 1. - 2. sæti. Innlent 28.10.2006 20:38
Tölur kl. 20:30 - Pétur virðist saxa á Ástu Pétur Blöndal virðist saxa á Ástu Möller í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar talin hafa verið 6.474 atkvæði vantar Pétur aðeins 27 atkvæði til að ná 6. sætinu af Ástu. Hún hefur hlotið samtals 5.165 atkvæði en Pétur er með samtals 4.885 atkvæði í 1. - 7. sæti. Innlent 28.10.2006 20:20
Dómsmálaráðherra gefur ekki færi á viðtali í kvöld Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var á kosningaskrifstofu sinni þegar fréttastofa náði tali af honum kl. 20 í kvöld og bað um viðtal þegar síðustu tölur yrðu birtar. hann sagðist ekki ætla að veita fleiri viðtöl í kvöld og vildi ekki að fjölmiðlar kæmu og mynduðu á kosningaskrifstofu hans. Hann gaf ekkert uppi um hvenær hann myndi gefa færi á viðtali á morgun. Innlent 28.10.2006 20:07
Tölur kl. 20:00 - Staðan óbreytt, Björn tjáir sig ekki Guðlaugur Þór Þórðarson heldur enn öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar 5.759 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór hefur hlotið 4.654 atkvæði en Björn Bjarnason er í þriðja sæti, hefur hlotið 4.060 atkvæði. Geir Haarde hefur hlotið 5.525 atkvæði í fyrsta sæti eða tæplega 96% greiddra atkvæða. Guðfinna Bjarnadóttir hedlur fjórða sætinu, Illugi Gunnarsson er í þvi fimmta og Ásta Möller í sjötta sæti. Björn Bjarnason vill ekki tjá sig um hvort hann taki 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna ef úrslit verða á þann veg í prófkjörinu. Þessi afstaða Björns eykur á spennuna í talningu atkvæða í prófkjörinu. Innlent 28.10.2006 19:41
Afskaplega þakklátur "Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við Vísi þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði. Innlent 28.10.2006 19:55
Spurt verður hvaðan peningarnir komi Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Innlent 28.10.2006 19:33
Tölur kl. 19:30 - Óræð ummæli Björns Bjarnasonar auka enn á spennuna Óræð ummæli Björns Bjarnasonar um hvort hann taki sæti á lista samkvæmt úrslitunum í prófkjörinu auka enn á spennuna í talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka. Hann játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 5.512 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller. Innlent 28.10.2006 19:18
Fjórtán hundruð mættu á kjörstað Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. Innlent 28.10.2006 18:10
Tölur kl. 18:30 - Guðlaugur nú í öðru sæti Guðlaugur Þór Þórðarsson er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 3057 atkvæði hafa verið talin. Björn Bjarnason er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. Innlent 28.10.2006 18:18
Fyrstu tölur - Björn Bjarnason í 2. sæti Björn Bjarnason er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 2066 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór Þórðarsson er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. Innlent 28.10.2006 17:12
Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. Innlent 28.10.2006 15:23
Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum. Innlent 28.10.2006 12:27
Bíll valt í hálku á Öxnadalsheiði Bílvelta varð á Öxnadalsheiði um kl. 19 í kvöld. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum á lúmskum hálkukafla á 1-2 km kafla á veginum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og útaf veginum. Innlent 27.10.2006 23:17
Framkvæmdum á Íslandi og Trínídad og Tóbago mótmælt í Lundúnum Umhverfisverndarsinnar frá Bretlandi, Íslandi og Tríndídad og Tóbago komu saman á Sloane-torgi í Lundúnum í dag til að mótmæla stóriðjuframkvæmdum tengdum álverum í þessum þremur löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland. Innlent 27.10.2006 22:58
2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21 2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar. Innlent 27.10.2006 22:18
Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum. Innlent 27.10.2006 21:08
Varað við grjóthruni á Óshlíð Vegagerðinn varar við ferðum á Óshlíð vegna hættu á grjóthruni. Fólk beði um að vera ekki á ferð þar um að tilefnislausu. Innlent 27.10.2006 20:59
Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. Innlent 27.10.2006 20:37
Neysla sjávarafurða í Kína að aukast Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020. Innlent 27.10.2006 20:29