Spurt verður hvaðan peningarnir komi 28. október 2006 19:33 Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira