Innlent

Neysla sjávarafurða í Kína að aukast

MYND/Heiða Helgadóttir

Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020.

Fram kemur í skýrslu Greiningar Glitnis að Kína sé mesta fiskveiðiþjóð í heimi, hvort sem litið sé til veiða eða fiskeldis. Kína sé einnig mikilvægasti neytendamarkaður heims fyrir sjávarafurðir en neysla framandi og dýrra sjávarafurða hafi aukist þar hröðum skrefum.

Af einstökum tegundum er því spáð að hlutdeild beitarfisks (tilapia) muni aukast sérstaklega en framleiðsla beitarfisks muni aukast um allan heim næstu ár vegna mikillar fjárfestingar í beitarfiskeldi. Kína muni áfram verða stærsti framleiðandi beitarfisks í heimi en Bandaríkin eru helsti útflutningsmarkaður fyrir kínverskan beitarfisk.

Samkvæmt frétt frá Greiningu Glitnis mun kínversk fiskvinnsla áfram laða til sín umtalsvert fjármagn alls staðar úr heiminumen stærð og umfang kínversks sjávarútvegs opni fjölda tækifæra fyrir erlenda fjárfesta á nánast öllum sviðum.

Skýrsla Greiningar Glitnis um sjávarútveg í Kína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×