Spennandi barátta um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík stendur enn og Björn Bjarnason játar sig ekki sigraðan. Guðlaugur Þór Þórðarsson er nú í öðru sæti þegar 3992 atkvæði hafa verið talin og Björn í því þriðja. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller.
1 Geir H. Haarde 3.570
2 Guðlaugur Þór Þórðarson 1.833
3 Björn Bjarnason 1.921
4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 1.625
5 Illugi Gunnarsson 1.720
6 Ásta Möller 2.077
7 Pétur H. Blöndal 2.333
8 Sigurður Kári Kristjánsson 2.632
9 Birgir Ármannsson 2.812
10 Sigríður Andersen 2.425
11 Dögg Pálsdóttir 2.394
12 Grazyna M. Okuniewska 1.360