Innlent

Fjórtán hundruð mættu á kjörstað

Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu.

Prófkjör Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi hófst á hádegi í dag og verða kjörstaðir opnir til klukkan sex í dag en þeir verða aftur opnir á milli klukkan tíu og tólf á morgun.

Fimm gefa kost á sér í fyrsta sæti listans og ætla má að slagurinn verði harður. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, bíður sig aðeins fram í fyrsta sætið. Í fyrsta til annað sætið bjóða sig fram Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri og séra Karl Matthíasson. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, bíður sig fram í fyrsta til fjórða sæti. Frambjóðendum í kjördæminu var bannað að auglýsinga og var sameiginlega gefin út bæklingur þess í stað og fundir haldnir víðs vegar um kjördæmið.

Von er á fyrstu tölum upp úr klukkan sex á morgun og til stendur að talningu verði lokið um klukkan tíu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×