Innlent

Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt

Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar.

Fyrsta tölublað tímaritsins Ísafoldar kemur í verslanir á morgun en blaðið og hefur verið prentað í stóru upplagi en það er 212 blaðsíður.

Unnur Birna ætlar að snúa sér að lögfræðinni en hún ætlaði aldrei að verða fegurðardrottning en gerði það fyrir dauðvona ömmu sína.

Í viðtalinu greinir Unnur Birna frá því þegar fyrrverandi kærasti hennar ruddist inn á heimili hennar með öðrum manni sem hún segir áður hafa starfað við handrukkun. Heima hjá Unni Birnu var annar fyrrverandi kærasti hennar og telur hún afbrýðissemi vera ástæðu árásarinnar.

Unnur segir frá því að handrukkarinn fyrrverandi hafi ráðist á vin hennar á meðan fyrrverandi kærasti hennar hafi ráðist á hana og haldið henni. Hún segist hafa verið á barmi taugaáfalls þar sem hún horfði á ofbeldismanninn sparka í höfuð ósjálfbjarga vinar síns. Þegar hún reyndi að hringja á hjálp greip fyrrverandi kærasti hennar í höndina á henni mölbraut símann sem hún hélt á og brákaði lið í fingri hennar. Hún hefur kært til lögreglu það sem snýr að henni en vegna hótana hefur vinur hennar, sem höfuðkúpubrotnaði í árásinni ekki kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×