Innlent

Fréttamynd

Fjórir sækja um embætti skattrannsóknarstjóra

Fjórir sóttu um embætti skattrannsóknarstjóra sem auglýst var laus á dögunum. Það eru Bryndís Kristjánsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs embættis skattrannsóknarstjóra, Gísli H. Sverrisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flutningadeildar varnarliðsins, Guðrún Björg Bragadóttir skattstjóri og og Guðrún Jenný Jónsdóttir, deildarstjóri úrskurðardeildar réttarsviðs ríkisskattstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fyrirtæki styrkja UNICEF um 60 milljónir króna

Fimm fyrirtæki munu á morgun skrifa undir þriggja ára styrktarsamning við UNICEF á Íslandi sem samtals hljóðar upp á 60 milljónir króna. Fyrirtækin eru Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip og með samningnum styrkja þau stoðir Barnahjálparinnar á Íslandi og gera samtökunum kleift að auka fjáröflunarstarf sitt til muna, eins og segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kókaínsmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að flytja inn tæp sjö hundruð grömm af kókaín til landsins í mars á þessu ári sem ætluð voru til söludreifingar.

Innlent
Fréttamynd

Baugur og félagar ljúka 77 milljarða króna yfirtöku á HOF

Baugur og meðfjárfestar greiða samtals um 77 milljarða króna fyrir bresku verslunarkeðjuna House of Fraiser en yfirtöku á öllu hlutfé félagsins lauk í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilboði upp á 148 pens á hlut hafi verið tekið í byrjun síðasta mánaðar en inni í heildarkaupverði er heildarfjármögnun skulda félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun

Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Á ríflega tvöföldum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum

Nærri 160 ökumenn voru myndaðir vegna hraðaksturs í Hvalfjarðargöngunum um síðustu helgi samkvæmt lögreglunni í Reykjavík. Meðalhraði hinna brotlegu var 89 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða sem er ríflega tvöfaldur hámarkshraði. Viðurlög fyrir slíkan ofsaakstur eru 70 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting til þriggja mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl, og þeir eru sárir eftir neikvæða umræðu í þeirra garð síðustu daga. Þetta segir Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss. Á sama tíma fagna frjálslyndir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að takmarka komu innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu til Íslands þegar löndin ganga í Evrópusambandið um næstu áramót.

Innlent
Fréttamynd

Árni Páll kallaður aftur til skýrslutöku vegna hlerana

Árni Páll Árnason lögmaður verður kallaður aftur í skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á Akranesi eftir svarbréf utanríkisráðherra. Enginn er ennþá grunaður um símhleranirnar í utanríkisráðuneytinu en fyrsta áfanga rannsóknarinnar er lokið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ástæða til íhlutunar vegna kvörtunar Tax Free

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna kvörturnar Tax Free á Íslandi vegna Global Refund á Íslandi. Bæði fyrirtæki endurgreiða virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna hér á landi og kvartaði Tax Free árið 2003 yfir því að Global Refund misnotaði stöðu sína á markaði. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætti við lendingu í Kaupmannahöfn

Flugvél frá Iceland Express varð að hætta við lendingu í Kaupmannahöfn, í morgun, vegna þess að önnur flugvél var á brautinni sem hún var að lenda á.

Innlent
Fréttamynd

Minni samdráttur á fasteignamarkaði

Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingabók hugsanlega lokað

Óvíst er hvort ættfræðigrunnurinn Íslendingabók, sem Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason ehf. starfrækja, verður opinn almenningi áfram því starfsmenn verkefnisins voru í hópi þeirra sem sagt var upp hjá Íslenskri erfðagreiningu um síðustu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Þolinmæði aðstandenda aldraðra á þrotum

Þolinmæði aðstandenda og baráttufólks um bættan hag aldraðra er á þrotum og því verður efnt til baráttufundar í Háskólabíói þann 25. nóvember þar sem þess verður krafist að Alþingi og ríkisstjórn leggi stóraukið fjármagn í málaflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aðstandendafélagi aldraðra og Félagi aðstandenda alzheimerssjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Í lífshættu eftir eldsvoða

Karlmaður og kona á sextugsaldri, sem bjargað var út úr íbúð sem brann í Ferjubakkanum í kvöld, eru bæði í lífshættu og mikið brennd. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús er þeim haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Tvennt flutt á slysadeild eftir eldsvoða

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahús eftir að eldur kom upp í íbúð í Ferjubakkanum á ellefta tímanum. Um er að ræða karl og konu á sextugsaldri og náðu slökkviliðsmenn þeim út úr íbúðinni. Ekki fást upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í fjölbýli í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Ferjubakkann nú á ellefta tímanum. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Tveir einstaklingar voru inni í íbúðinni þegar eldsins varð vart en ekki er vitað um líðan þeirra á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka sjö kynferðisbrotamál

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú sjö mál sem snúa að meintum kynferðisafbrotum. Óvíst er í sumum tilfellum hvort rannsóknin leiðir til sakamála en málin eru ólík og tengjast ekki innbyrðis.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður fundar í Úkraínu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Viktor Janúkóvitsj, forsætisráðherra Úkraínu. Á fundinum var meðal annars fjallað um tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu, áform Úkraínu um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og möguleika á fríverslunarsamningi á milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Segir hugmyndir um sameiningu góðar

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að vel kunni að vera að eigendur fyrirtækisins og Skjás eins hafi rætt hugmyndir um sameiningu þó svo að engar formlegar viðræður hafi verið um málið - en hugmyndin sé góð. Hann hefur áhyggjur af óbreyttu RÚV frumvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár konur á móti níu körlum

Karlar eru í efstu sætum á öllum listum Samfylkingarinnar þar sem prófkjör hafa farið fram. Ef sömu úrslit verða í næstu þingkosningum og þeim síðustu fá aðeins þrjár konur þingsæti á móti níu körlum í fjórum af fimm kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Smábörn hafa komist í e-töflur

Yfirlæknir á Landspítalanum segir dæmi um að smábörn hafi komist í e-töflur á heimilum sínum. Nokkrir einstaklingar koma á slysadeild dag hvern vegna eituráhrifa fíkniefnaneyslu. Piltarnir tveir sem urðu alvarlega veikir af völdum e-taflna eru á batavegi.

Innlent
Fréttamynd

Viðvarandi halli á rekstri Ísafjarðarbæjar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur það óviðunandi að viðvarandi halli hafi verið á rekstri Ísafjarðarbæjar frá árinu 2002. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en það segir jafnframt að rekstrarniðurstaðan fyrir árið 2005 hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir fagna takmörkun á flæði vinnuafls

Þingflokkur Frjálslynda flokksins fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að nýti sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, tilkynnti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á vegfaranda í Nóatúni

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Nóatúns og Sóltúns nú á fimmta tímanum. Lögregla er enn við störf á vettvangi og ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um hvernig slysið varð. Að sögn lögreglu var vegfarandinn fluttur á slysadeild en hann mun ekki hafa slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Herþotur lentu í Keflavík eftir að hafa lent í erfiðleikum

Tvær bandarískar F-16 herþotur lentu í Keflavík í hádeginu í dag vegna erfiðleika við að taka eldsneyti á flugi. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu í fylgd eldsneytisvélar. Hins vegar komu upp vandamál við eldsneytistöku undan landinu og vélunum því snúið til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hrikaleg átök í Reykjavík 20.-25. nóvember

Búast má við hrikalegum átökum í borginni dagana 20.-25. nóvember þegar keppnin um sterkasta mann heims fer þar fram. Keppnin í ár er haldin í minningu um Jón Pál Sigmarsson, einn öflugasta kraftajötun Íslendinga, sem lést langt fyrir aldur fram.

Innlent