Innlent

Skipulag mæðraverndar breytist í mánuðinum

MYND/E.Ól

Breyting verður á skipulagi mæðraverndar á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna flutnings Miðstöðvar mæðraverndar úr Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg eftir sölu hússins.

Gert er ráð fyrir að heilbrigðar þungaðar konur sæki mæðravernd til nærliggandi heilsugæslustöðva en konur með áhættuþætti sækja mæðravernd til Landspítlans þar sem sérhæft eftirlit fæðingarlækna og ljósmæðra fer fram, eins og segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hlutverk Miðstöðvar mæðraverndar verður að styðja við mæðravernd á heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera vettvangur þróunar og rannsókna og tengiliður við Landspítalann. Breytingarnar taka gildi 24. nóvember og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að sem minnst röskun verði á þjónustu við þungaðar konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×