Innlent

Smábörn hafa komist í e-töflur

Yfirlæknir á Landspítalanum segir dæmi um að smábörn hafi komist í e-töflur á heimilum sínum. Nokkrir einstaklingar koma á slysadeild dag hvern vegna eituráhrifa fíkniefnaneyslu. Piltarnir tveir sem urðu alvarlega veikir af völdum e-taflna eru á batavegi.

24 ára stúlka lést um helgina eftir neyslu á e-töflu og tveir pitlar veiktust alvarlega. Lögreglan hefur varað við neyslu á e-töflum í kjölfarið og rannsakar málin. Yfirlæknir á slysa- og bráðmóttöku Landsspítalans marga á dag koma á deildina vegna fíkniefnaneyslu, ástæðurnar eru margar en þar á meðal er nokkur hópur unglinga allt niður í tólf ára, sem farin eru að nota eiturlyf reglulega. Og jafnvel ung börn hafa þurft að fá hjálp. Þau hafa komist í e-töflur, heima hjá sér, þar sem óregla hefur verið.

Við neyslu á e-töflum og örðum fíkniefnum geta komið upp geðræn einkenni sem eru viðvarandi í nokkurn tíma og líkamlegur skaði getur orðið mjög mikill svo sem heilablæðing eða líffærabilun.

Ófeigur segir mikilvægt að taka þessi mál föstum tökum. Hann telur geta skipt máli að foreldrar ræði um hættu fíkniefna við börn sín og að markvisst sé fjallað um hættuna í skólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×