Innlent

Frjálslyndir fagna takmörkun á flæði vinnuafls

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/Kristín

Þingflokkur Frjálslynda flokksins fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að nýti sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, tilkynnti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.

Í yfirlýsingu Frjálslynda flokksins segir: ,, Nauðsynlegt að stjórnvöld stýri eftir fremsta megni aðstreymi innflytjenda til landsins. Takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu verður að telja fyrsta skrefið í þá átt að leitað verði leiða til að ná enn betri tökum á þessari stýringu en verið hefur. Mikið aðstreymi á erlendu vinnuafli undanfarna mánuði hefur valdið spennu í þjóðfélaginu, og sýnt er að stjórnvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi til að undirbúa komu innflytjenda og aðlögun þeirra að íslensku þjóðfélagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×