Innlent

Fréttamynd

Háhýsi í Laugarnesi

Formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-8 sér marga kosti við fyrirhugað háhýsahverfi við Kleppsveginn. Hugmyndin er sú að reisa fjórar sautján hæða blokkir næst Laugarnesinu og sex allt að fjórtán hæða hús upp með Kleppsveginum.

Innlent
Fréttamynd

Mýrin fékk flest verðlaun

Mýrin hlaut Edduverðlaunin sem besta mynd ársins. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaðurinn og risu gestir úr sætum til að hylla hann.

Innlent
Fréttamynd

Fannfergi olli erfiðleikum

Mikil snjókoma var á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags og í gær, og átti fjöldi fólks í vandræðum með að komast á milli staða. Björgunarsveitarmenn sinntu um tvö hundruð verkefnum vegna fannfergisins. Flest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum og var nokkuð um yfirgefna bíla í vegköntum þar sem ökumenn höfðu gefist upp á akstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið óréttlæti viðgengst

Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segir mikla mismunun eiga sér stað á milli trúfélaga á Íslandi. Hann segir að í raun ríki ekki trúfélagafrelsi hérlendis því á hverja ári fái þjóðkirkjan vel á fjórða milljarð króna í framlög frá ríkinu á þeim forsendum að ríkið sé að greiða út kirkjusögulegan arf allra landsmanna. Hann minnir á að 50 þúsund Íslendingar standi fyrir utan þjóðkirkjuna og því felist í þessu mikið óréttlæti.

Innlent
Fréttamynd

Málanám frjálst val innan EES

Útlendingar sem flytja innan EES-svæðisins þurfa ekki að læra tungumálið í nýju landi ef þeir vilja það ekki. Á Norðurlöndunum er tungumálanám útlendinga með ýmsu sniði.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmyndarar stefna dómsmálaráðherra

Ljósmyndastofur utan Reykjavíkursvæðisins eru óðum að hætta störfum og ljósmyndaiðn gæti lagst þar af, fari sýslumanns-embættin ekki eftir samkeppnislögum og láti af myndatökum fyrir vegabréf, segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, en með nýju fyrirkomulagi vegabréfaútgáfu fóru sýslumenn að bjóða fólki upp á ókeypis myndatökur.

Innlent
Fréttamynd

Kylfingar vilja byggja golfhótel á Garðavelli

Hugmyndir eru nú uppi um að byggja sextíu herbergja hótel á Garðavelli á Akranesi. Í erindi þriggja meðlima Golfklúbbsins Leynis til bæjaryfirvalda kemur fram að klúbburinn myndi hafa aðstöðu á neðstu hæðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í tólfta sæti listans

Ísland er í tólfta sæti yfir lönd þar sem auðvelt er að reka fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans þar sem kannað var hversu auðvelt er að reka fyrirtæki í 175 löndum. Áður var Ísland í ellefta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka

Valdimar Leó Friðriksson hefur sagt sig úr Samfylkingunni og ætlar að starfa sem óháður þingmaður til vors. Hann segir niðurstöðu prófkjörs flokksins hafa nánast verið aftöku. Hann hafnaði í 14. sæti en sóttist eftir þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgefnir bílar í vegköntum í borginni

Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar unnu sleitulaust við snjóruðning í höfuðborginni og nágrenni hennar í gær. Nánast ófært var í borginni í gærmorgun og nokkuð um yfirgefna bíla í vegköntum þar sem bílstjórar höfðu gefist upp á akstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Skaðar pólitíska framtíð

„Þingmaður er ekki bundinn af neinu nema eigin samvisku og því ekki hægt að segja þetta svik við kjósendur. Hann er annar þingmaðurinn sem gerir þetta á þessu kjörtímabili því Gunnar Örlygsson sagði sig úr flokki Frjálslyndra fyrir nokkru.

Innlent
Fréttamynd

Tvo ökumenn jeppa sakaði

Tveir jeppar lentu í árekstri á Sandskeiði, til móts við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, um klukkan fimm í gær. Tveir menn voru í jeppunum.

Innlent
Fréttamynd

Styrkur hækkar í fjórar milljónir

Ísland fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli aðildar að Sameinuðu þjóðunum. Á afmælishátíð sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hélt í gær tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að framlög ríkisins til félagsins yrðu hækkuð úr 900 þúsund krónum í fjórar milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Síminn fyrstur með WiMAX

Síminn býður nú aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX-tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar internetteningar.

Innlent
Fréttamynd

Fimmhundruð flott án fíknar

Á fimmta hundrað unglinga hafa skráð sig í klúbbinn Flott án fíknar og eru alls níu klúbbar starfræktir í dag.Um er að ræða nýja nálgun í forvörnum samkvæmt hugmynd Guðrúnar Snorradóttur, verkefnisstjóra hjá Ungmennafélagi Íslands, sem stýrir verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Sérlega alvarleg líkamsárás

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn sautján ára karlmanni fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið á skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu í Keflavík í desember síðastliðnum. Við höggið hlaut fórnarlamb árásarinnar nokkra djúpi skurði vinstra megin á höfði og á gagnauga og ór í sundur. Fórnarlambið missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand“.

Innlent
Fréttamynd

Um 50 útköll

Lögreglan á Akranesi var kölluð út um fimmtíu sinnum frá því klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags og fram undir hádegi á sunnudeginum. Öll útköllin voru innanbæjar á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Miskabætur vegna gæslu

Reykvískum karlmanni á þrítugsaldri hafa verið dæmdar miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að hann sætti gæsluvarðhaldi lengur en efni voru talin til. Upphæð bótanna nemur 250 þúsund krónum. Gjafsóknarkostnaður, þar með talin þóknun til lögmanns mannsins að upphæð 400 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Mýrin sigurvegari Eddunnar

Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bíl sem var að spóla í ófærðinni

Lögreglan í Kópavogi var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi að Nýbýlavegi þar sem logaði í tveimur bifreiðum. Ökumaður annars bílsins var að reyna að aka úr stæði þar sem hann sat fastur og spólaði, neisti myndaðist og við það kviknaði í bílnum. Eldurinn breiddist svo út og náði að komast yfir í næsta bíl.

Innlent
Fréttamynd

Börn fékk Edduverðlaunin fyrir handrit ársins

Handrit kvikmyndarinnar Börn hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Heimildamynd ársins var valin Skuggabörn og Óttar Guðnason fékk Edduna í flokknum útlit mynda fyrir A Little Trip to Heaven. Þáttur tónlistarmannsins Jóns Ólafssonar var valinn skemmtiþáttur ársins.

Innlent
Fréttamynd

Fór tvær veltur

Meiðsl ökumanna bifreiðanna, sem lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í dag, eru aðeins minniháttar. Tildrög slysins voru þau að jeppabifreið rann vegna hálkunnar yfir á rangan vegarhelming. Bifreiðin fór framan á aðra jeppabifreið og fór tvær veltur. Ökumennirnir voru einir í bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum

Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum í Bretlandi eftir árás í morgun. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í kvöld. Árásarmönnunum tókst að flýja af vettvangi. Maðurinn býr og starfar í Lundúnum.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíð á Tjarnarborg

Tveggja mánaða þjóðhátíð á leikskólanum Tjarnarborg á Egilsstöðum lauk með indjánadegi, þar sem var dansað, sungið og leikið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu grísir komu í heiminn

Sama dag og tíðindi þess efnis bárust að farga eigi nær öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum komu í heiminn tíu litlir grísir.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í kvöld. Ökumenn voru einir í bílunum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.

Innlent
Fréttamynd

Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta

Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Sandskeiði

Árekstur varð á Sandskeiði nú fyrir skömmu. Lögreglan í Kópavogi er á leið á staðinn en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki sé að ræða.

Innlent