Innlent

Mýrin sigurvegari Eddunnar

Frá tökum á Mýrinni
Frá tökum á Mýrinni

Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Fréttaskýringarþátturinn Kompás var valinn sjónvarpsþáttur ársins og handritið að kvikmyndinni Börn var valið handrit ársins.

Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson.

Verðlaun hlutu eftirfarandi:

Kvikmynd ársins: Mýrin.

Leikstjóri ársins: Baltasar Kormákur fyrir Mýrina.

Leikari ársins: Ingvar E. Sigurðsson fyrir Mýrina.

Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðsson fyrir Mýrina.

Handrit ársins: Börn.

Sjónvarpsþáttur ársins: Kompás.

Heimildarmynd ársins: Skuggabörn.

Skemmtiþáttur ársins: Jón Ólafs.

Leikið sjónvarpsefni: Stelpurnar.

Stuttmynd ársins: Anna og skapsveiflurnar.

Útlit mynda: Óttar Guðnason fyrir A Little Trip to Heaven.

Hljóð og tónlist: Mugison fyrir Mýrina og A Little Trip to Heaven.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×