Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka 20. nóvember 2006 04:30 Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir þins. MYND/Pjetur Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir." Innlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir."
Innlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira