Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka 20. nóvember 2006 04:30 Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir þins. MYND/Pjetur Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir." Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir."
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira