Innlent

Fimmhundruð flott án fíknar

Fjöldi unglinga mætti í Smáralindina í gær þar sem forvarnarverkefnið var kynnt. Allir fengu boli eins og prýða ungmennin á myndinni.
Fjöldi unglinga mætti í Smáralindina í gær þar sem forvarnarverkefnið var kynnt. Allir fengu boli eins og prýða ungmennin á myndinni. MYND/Vilhelm

Á fimmta hundrað unglinga hafa skráð sig í klúbbinn Flott án fíknar og eru alls níu klúbbar starfræktir í dag.Um er að ræða nýja nálgun í forvörnum samkvæmt hugmynd Guðrúnar Snorradóttur, verkefnisstjóra hjá Ungmennafélagi Íslands, sem stýrir verkefninu.

„Þetta byrjaði fyrir fjórum árum þar sem ég var námsráðgjafi í Lindarskóla í Kópavogi. Ég var að þreifa fyrir mér varðandi forvarnir og þannig varð þetta til. Og þetta virtist vera eitthvað sem krakkarnir vildu því strax varð meirihluti unglinga í skólanum meðlimir í klúbbn-um.“

Krakkarnir gera skriflegan samning við foreldra sína um að neyta ekki tóbaks, áfengis né ólöglegra vímuefna. Svo hittast þau reglulega og gera eitthvað skemmtilegt saman að sögn Guðrúnar. „Dæmi um það sem þau gera er bingó, matarkvöld, keila, sundlaugarpartí og margt fleira.“

Guðrún segir að sér hafi þótt skorta jákvæða styrkingu í forvarnarvinnu undanfarið. „Við höfum verið að horfa of mikið á þá sem hafa fallið. Ég vil að við beinum athyglinni að þessum flottu krökkum sem eru að standast þrýstinginn.“

Framtíðarsýn Guðrúnar er að allir grunnskólakrakkar á landinu eigi kost á að ganga í klúbb á hverjum stað. „Einnig viljum við stofna framhaldsstarfsemi fyrir framhaldsskólakrakkana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×