Innlent Ber við minnisleysi Hálfþrítugur karlmaður, sem var handtekinn eftir ólæti um borð í flugvél í gærkvöld, bar við minnisleysi þegar hann var spurður um háttalag sitt. Maðurinn, sem var færður til skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík í dag, var að angra farþega í áðurnefndu flugi og þurfti flugstjóri vélarinnar að taka aukahring af þeim sökum áður en hann gat lent á áfangastað. Innlent 24.11.2006 18:55 Sigurerni ekki fargað Halldór Runólfsson yfirdýralæknir tilkynnti nú rétt í þessu að sýnin sem tekin höfðu verið úr erninum Sigurerni og tveimur fálkum í húsdýragarðinum vegna gruns um fuglaflensumótefni í þeim hefðu reynst neikvæð. Sýnin voru send til Svíþjóðar til rannsókna. Innlent 24.11.2006 17:53 Leikskólabörn í Hafnarfirði skreyta Jólaþorp Jólalög hljómuðu um miðbæ Hafnarfjarðar í dag þegar hundruð leikskólabarna skreyttu jólaþorpið sem opnar á morgun. Innlent 24.11.2006 17:44 Kársnesbrautin gæti farið í stokk Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Innlent 24.11.2006 17:26 Íslendingar vernda umhverfið Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund aðildarríkja Norðlægrar víddar (Northern Dimension) í Helsinki. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evrópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þessara ríkja og er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, stöðugleika, velsæld og öryggi í norðanverðri Evrópu. Samþykkt var pólitísk yfirlýsing og ný rammaáætlun um framkvæmd samstarfsins. Innlent 24.11.2006 17:06 Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka. Innlent 24.11.2006 16:59 Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn bankastjóri Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn bankastjóri nýs fjárfestingabanka sem taka mun til starfa í byrjun næsta árs. Að bankanum standa meðal annars Sjóvá fjárfestingar, fasteignafélagið AVP og Ráðgjöf og efnahagsspá. Viðskipti innlent 24.11.2006 16:54 Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006. Innlent 24.11.2006 16:52 Skautasvell á Ingólfstorgi í desember Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi þann 7. desember og verður opið til mánaðarloka. Það er Tryggingamiðstöðin, sem er með höfuðstöðvar sínar við Aðalstræti, sem setur svellið upp í samvinnu við borgina og er það gert vegna 50 ára afmælis félagsins sem einmitt verður haldið hátíðlegt þann 7. desember næstkomandi. Innlent 24.11.2006 16:37 Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra. Innlent 24.11.2006 16:24 Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 24.11.2006 15:50 Varað við svifryki í borginni Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum. Innlent 24.11.2006 15:31 Landsvirkjun tvöfaldar styrk sinn við Ómar Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að tvöfalda stuðning sinn við Ómar Ragnarsson fréttamann úr fjórum milljónum í átta vegna kvikmyndar sem hann vinnur að um fyllingu Hálslóns við Kárahnjúka. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar í morgun. Innlent 24.11.2006 15:13 Íslendingar í samstarf við Bollywood? Íslendingar munu leita eftir nánara samstarfi við Indverja á sviði kvikmynda og reyna að lokka framleiðendur Bollywood-mynda til landsins. Frá þessu er greint á indverska fréttavefnum newkerala.com. Innlent 24.11.2006 15:04 Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Innlent 24.11.2006 14:37 Hrakningar Wilke halda áfram Hrakningum flutningaskipsins Wilke hér við land virðist ekki ætla að linna því í gær sigldi skipið á fiskiskipið Brynjólf í höfninni í Vestmannaeyjum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á Brynjólfi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Innlent 24.11.2006 14:26 Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. Innlent 24.11.2006 14:20 Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær. Innlent 24.11.2006 13:48 15 mánuðir fyrir rán í apóteki Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum. Innlent 24.11.2006 12:58 Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum fyrir vatnsverkefni Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna í vatnsverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar með því að ganga í hús um allt land. Er þar um að ræða metupphæð en í fyrra söfnuðust 6,8 milljónir Innlent 24.11.2006 12:41 Aðeins ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf Ljósmyndarar með iðnréttindi og nemar í ljósmyndun mega einir taka ljósmyndir í vegabréf samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Innlent 24.11.2006 12:45 Vanefndir af hálfu ríkisstjórnar ef vaxtabótafrumvarp fer óbreytt í gegn Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á vaxtabótum, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, verði samþykktar óbreyttar sé um vanefndir að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.11.2006 12:28 Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna. Innlent 24.11.2006 12:19 Styrkir til ættleiðingar erlendis frá Nýtt frumvarp um styrki frá ríkinu til foreldra sem ættleiða barn erlendis frá verður lagt fram í næstu viku. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan hálf fjögur þar sem hann ætlar að kynna frumvarpið. Styrkirnir nema tæpri hálfri milljón króna en allir sem uppfylla skilyrði laga um ættleiðingar eiga rétt á styrknum. Innlent 24.11.2006 12:25 Stefndi farþegum og flugliðum í hættu með slagsmálum Stjórnendur Flugfélags Íslands telja að maðurinn, sem efndi til slagsmála um borð í Fokker-vél félagsins á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gærkvöldi, hafi stefnt farþegum og flugliðum í hættu. Innlent 24.11.2006 12:05 Fjárlögum vísað til þriðju umræðu Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Innlent 24.11.2006 11:57 Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Innlent 24.11.2006 11:49 Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur. Innlent 24.11.2006 11:43 Beðið eftir niðurstöðum rannsókna í Svíþjóð Erninum Sigurerni verður ekki sleppt í dag eins og fyrirhugað var. Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga hann í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki. Að hans sögn er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni en kanna á hvort í fuglinum reynist mótefni gegn vægum tegundum af fuglaflensu. Innlent 24.11.2006 11:36 Geir vill skýrari iðrun Árna Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Innlent 24.11.2006 11:10 « ‹ 140 141 142 143 144 145 146 147 148 … 334 ›
Ber við minnisleysi Hálfþrítugur karlmaður, sem var handtekinn eftir ólæti um borð í flugvél í gærkvöld, bar við minnisleysi þegar hann var spurður um háttalag sitt. Maðurinn, sem var færður til skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík í dag, var að angra farþega í áðurnefndu flugi og þurfti flugstjóri vélarinnar að taka aukahring af þeim sökum áður en hann gat lent á áfangastað. Innlent 24.11.2006 18:55
Sigurerni ekki fargað Halldór Runólfsson yfirdýralæknir tilkynnti nú rétt í þessu að sýnin sem tekin höfðu verið úr erninum Sigurerni og tveimur fálkum í húsdýragarðinum vegna gruns um fuglaflensumótefni í þeim hefðu reynst neikvæð. Sýnin voru send til Svíþjóðar til rannsókna. Innlent 24.11.2006 17:53
Leikskólabörn í Hafnarfirði skreyta Jólaþorp Jólalög hljómuðu um miðbæ Hafnarfjarðar í dag þegar hundruð leikskólabarna skreyttu jólaþorpið sem opnar á morgun. Innlent 24.11.2006 17:44
Kársnesbrautin gæti farið í stokk Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Innlent 24.11.2006 17:26
Íslendingar vernda umhverfið Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund aðildarríkja Norðlægrar víddar (Northern Dimension) í Helsinki. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evrópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þessara ríkja og er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, stöðugleika, velsæld og öryggi í norðanverðri Evrópu. Samþykkt var pólitísk yfirlýsing og ný rammaáætlun um framkvæmd samstarfsins. Innlent 24.11.2006 17:06
Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka. Innlent 24.11.2006 16:59
Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn bankastjóri Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn bankastjóri nýs fjárfestingabanka sem taka mun til starfa í byrjun næsta árs. Að bankanum standa meðal annars Sjóvá fjárfestingar, fasteignafélagið AVP og Ráðgjöf og efnahagsspá. Viðskipti innlent 24.11.2006 16:54
Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006. Innlent 24.11.2006 16:52
Skautasvell á Ingólfstorgi í desember Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi þann 7. desember og verður opið til mánaðarloka. Það er Tryggingamiðstöðin, sem er með höfuðstöðvar sínar við Aðalstræti, sem setur svellið upp í samvinnu við borgina og er það gert vegna 50 ára afmælis félagsins sem einmitt verður haldið hátíðlegt þann 7. desember næstkomandi. Innlent 24.11.2006 16:37
Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra. Innlent 24.11.2006 16:24
Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 24.11.2006 15:50
Varað við svifryki í borginni Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum. Innlent 24.11.2006 15:31
Landsvirkjun tvöfaldar styrk sinn við Ómar Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að tvöfalda stuðning sinn við Ómar Ragnarsson fréttamann úr fjórum milljónum í átta vegna kvikmyndar sem hann vinnur að um fyllingu Hálslóns við Kárahnjúka. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar í morgun. Innlent 24.11.2006 15:13
Íslendingar í samstarf við Bollywood? Íslendingar munu leita eftir nánara samstarfi við Indverja á sviði kvikmynda og reyna að lokka framleiðendur Bollywood-mynda til landsins. Frá þessu er greint á indverska fréttavefnum newkerala.com. Innlent 24.11.2006 15:04
Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Innlent 24.11.2006 14:37
Hrakningar Wilke halda áfram Hrakningum flutningaskipsins Wilke hér við land virðist ekki ætla að linna því í gær sigldi skipið á fiskiskipið Brynjólf í höfninni í Vestmannaeyjum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á Brynjólfi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Innlent 24.11.2006 14:26
Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. Innlent 24.11.2006 14:20
Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær. Innlent 24.11.2006 13:48
15 mánuðir fyrir rán í apóteki Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum. Innlent 24.11.2006 12:58
Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum fyrir vatnsverkefni Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna í vatnsverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar með því að ganga í hús um allt land. Er þar um að ræða metupphæð en í fyrra söfnuðust 6,8 milljónir Innlent 24.11.2006 12:41
Aðeins ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf Ljósmyndarar með iðnréttindi og nemar í ljósmyndun mega einir taka ljósmyndir í vegabréf samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Innlent 24.11.2006 12:45
Vanefndir af hálfu ríkisstjórnar ef vaxtabótafrumvarp fer óbreytt í gegn Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á vaxtabótum, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, verði samþykktar óbreyttar sé um vanefndir að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.11.2006 12:28
Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna. Innlent 24.11.2006 12:19
Styrkir til ættleiðingar erlendis frá Nýtt frumvarp um styrki frá ríkinu til foreldra sem ættleiða barn erlendis frá verður lagt fram í næstu viku. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan hálf fjögur þar sem hann ætlar að kynna frumvarpið. Styrkirnir nema tæpri hálfri milljón króna en allir sem uppfylla skilyrði laga um ættleiðingar eiga rétt á styrknum. Innlent 24.11.2006 12:25
Stefndi farþegum og flugliðum í hættu með slagsmálum Stjórnendur Flugfélags Íslands telja að maðurinn, sem efndi til slagsmála um borð í Fokker-vél félagsins á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gærkvöldi, hafi stefnt farþegum og flugliðum í hættu. Innlent 24.11.2006 12:05
Fjárlögum vísað til þriðju umræðu Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Innlent 24.11.2006 11:57
Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Innlent 24.11.2006 11:49
Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur. Innlent 24.11.2006 11:43
Beðið eftir niðurstöðum rannsókna í Svíþjóð Erninum Sigurerni verður ekki sleppt í dag eins og fyrirhugað var. Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga hann í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki. Að hans sögn er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni en kanna á hvort í fuglinum reynist mótefni gegn vægum tegundum af fuglaflensu. Innlent 24.11.2006 11:36
Geir vill skýrari iðrun Árna Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Innlent 24.11.2006 11:10