Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu 24. nóvember 2006 14:37 Dr. Günter Breyer á Umferðarþingi í dag. MYND/Umferðarstofa Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist. Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist.
Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira