Innlent

Fréttamynd

Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LÍ spáir tapi hjá Össuri

Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besta afkoman í sögu Icebank

Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody's lækkar mat á Glitni

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álaborg seld með kvóta frá Þorlákshöfn

Bergur Huginn í Vestmannaeyjum hefur keypt tog- og netabátinn Álaborg ÁR 25 af Eyrum ehf. í Þorlákshöfn. Báturinn er seldur með öllum kvóta, sem er 364 þorskígildistonn. Álaborg er 138 brúttórúmlestir, smíðuð á Ísafirði árið 1974.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir gagnastuld frá Decode

Fyrrverandi starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Verjandi mannsins segir niðurstöðuna byggða á misskilningi.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur nauðgunarmál frá áramótum

Óvenju mörg kynferðisafbrotamál hafa komið upp á Norðurlandi síðustu vikur, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. Nú um helgina kom upp mál á skemmtistað á Akureyri þar sem grunur leikur á að konu um tvítugt hafi verið nauðgað á salerni.

Innlent
Fréttamynd

Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá

Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú.

Innlent
Fréttamynd

Kuldaköst að vori heyri sögunni til

Kuldaköst á vorin heyra sögunni til á Íslandi en um leið verður norðanáttin algengari, gangi spár um hlýnun loftslags eftir. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar, veðurfræðings, sem segir sumarið lengjast í báða enda en áfram verði kalt yfir hávetur.

Innlent
Fréttamynd

56,5 milljónum úthlutað

Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarteppa í Ártúnsbrekku

Miklar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli árekstrinum. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum og bílarnir skemmdust lítið.

Innlent
Fréttamynd

FIM hækkar um 30%

Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja stóriðjustefnuna í forgangi

Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis

Innlent
Fréttamynd

Hlýnun bætir nýtingu virkjana

Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls

Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög.

Innlent
Fréttamynd

Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar

Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði

Innlent
Fréttamynd

Sextán milljóna króna skuld ógreidd

Byrgið fékk aukafjárveitingu árið 2002 til að greiða upp í tæplega sextán milljóna króna skuld við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan sá ekki krónu af þeim peningum.

Innlent
Fréttamynd

Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands

Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin

Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbóndi fær yfir níu milljónir frá ríkinu

Tugir sauðfjárbænda fá yfir fjórar milljónir króna úr ríkissjóði á hverju ári, en sá sem mest hefur, fær árlega rúmar níu milljónir króna í sinn hlut. Bróðurpartur þeirra fær þó miklu minna en sex af hverjum tíu sauðfjárbænum nær ekki milljón í opinbera styrki.

Innlent
Fréttamynd

Átök innan Framtíðarlandsins

Átök eru innan stjórnar Framtíðarlandsins um hvort ráðist verður í framboð á vegum félagsins fyrir alþingiskosningar í vor. Félagsmenn koma væntanlega saman á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða framboðsmálin. Á þriðja þúsund félagar eru í Framtíðarlandinu.

Innlent