Innlent

56,5 milljónum úthlutað

Frá úthlutun styrkjanna í dag.
Frá úthlutun styrkjanna í dag. MYND/Vísir

Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu.

Stærsta styrkinn hlutu samtökin Action on Addiction, sjö milljónir króna, til rannsókna á vímuefna- og áfengisforvörnum og meðferðarúrræðum í Bretlandi. Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin, fékk fimm milljónir og verður Baugur Group því aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal annarra styrkþega má nefna Gunnar Þórðarson, Helga Kristófersson, Rithöfundasamband Íslands, Hjálpræðisherinn á Íslandi, SigurRós og Byggðasafn Vestfjarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×