Innlent

Sauðfjárbóndi fær yfir níu milljónir frá ríkinu

Tugir sauðfjárbænda fá yfir fjórar milljónir króna úr ríkissjóði á hverju ári, en sá sem mest hefur, fær árlega rúmar níu milljónir króna í sinn hlut. Bróðurpartur þeirra fær þó miklu minna en sex af hverjum tíu sauðfjárbænum nær ekki milljón í opinbera styrki.

Beinn og óbeinn stuðningur ríkisins við íslenskan landbúnað er að mati OECD 14,5 milljarðar króna á ári. Hluta þessa fá sauðfjárbændur sem endurnýjuðu samning sinn við stjórnvöld í síðustu viku. Sauðfé varð flest hér á landi árið 1977 þegar rétt tæplega 900 þúsund fjár voru í landinu en síðan hefur fénu fækkað um nokkurn vegin helming. Það fór niður fyrir hálfa milljón 1992 en nú eru rúmlega 450 þúsund fjár á Íslandi.

Alls fá yfir tvö þúsund sauðfjárbændur beingreiðslur og aðra styrki úr ríkissjóði. Samkvæmt nýja samningnum er það nærri þrír og hálfur milljarður. Langflest eru sauðfjárbúin lítil, með innan við 300 fjár. Aðeins 130 búum er yfir 500 fjár. Þeir sem búa á stórum búum fá mest úr ríkissjóði. Samkvæmt upplýisngum frá Bændasamtökum Íslands fá 60% sauðfjárbænda fá innan við eina milljón á ári frá ríkinu en sumir fá tvær til fjórar milljónir. 35 sauðfjárbændur fá meira en fjórar milljón króna frá ríkinu á hverju ári. 11 þeirra fá árlega meira en fimm milljónir króna frá ríkinu, þar af þrír meira en sex milljónir. Sá sem mest hefur fær árlega rúmar níu milljónir króna úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×