Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi 5. febrúar 2007 18:45 Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira