Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra.
Davíð Másson, forstjóri Avion Aircraft Trading, segir í samtali við vefútgáfu International Herald Tribune í dag, að flugfélagið hafi góða reynslu af vélum frá Airbus.
