Fjallamennska

Fréttamynd

Toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli

Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gekk örna sinna á fjall­stoppi í Nepal í mínus 27

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Lífið
Fréttamynd

Hefur gengið 3200 sinnum á Heimaklett á 10 árum

Göngugarpurinn Svavar Steingrímsson segist hafa labbað um 3200 sinnum á Heimaklett síðan árið 2013. Hann hefur nánast farið upp fjallið á hverjum degi síðustu tíu ár. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að Svavar er 87 ára gamall. 

Lífið
Fréttamynd

Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2

Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Gengu upp á fjall á versta tíma í gær

Tveir fjall­göngu­garpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykja­borg við Mos­fells­bæ í blíð­skapar­verðri síð­degis í gær urðu að koma sér niður með snar­hasti vegna mikils eldinga­veðurs sem gerði skyndi­lega vart við sig í næsta ná­grenni.

Innlent
Fréttamynd

Klifu fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum

Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila hefur sett heimsmet með því að klífa á tinda þeirra fjórtán fjalla heims sem eru hærri en átta kílómetrar. Þetta gerði hún með Tenjen Sherpa og á einungis þremur mánuðum og einum degi eða 92 dögum.

Erlent
Fréttamynd

„Það er allt heimskulegt við þetta“

Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól.

Innlent
Fréttamynd

Garpur bugaður á Kerlingu

Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp. 

Lífið
Fréttamynd

„Fjallamennskan er kjarninn í mér“

„Ég hugsa um heilsuna eins og bankareikning. Ef ég sinni heilsunni ekki vel þá er ekki innistæða fyrir því sem mig langar að gera og þetta á við hvort sem fólk er íþróttafólk eða ekki. Við þurfum að hugsa þetta svona svo okkur líði vel. Vinkona mín talar oft um að „vera í formi fyrir lífið,““ segir útivistar- og afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn tók lagið með Helga Björns

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Lífið
Fréttamynd

Lenti undir tré og lést

Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll.

Erlent
Fréttamynd

Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nem­endum í Taksindu flís­peysu

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda.

Lífið
Fréttamynd

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.

Lífið