Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 10:35 Frá grunnbúðum Everest í Nepal. Vísir/EPA Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs. Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs.
Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira