Fíkn

Fréttamynd

Sér­ís­lenskt gervi-Oxy  í mikilli dreifingu

Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­hjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffi­stofuna

Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur.

Innlent
Fréttamynd

„Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til hel­vítis“

Reynir Bergmann athafnamaður segist hafa fundið innri frið á síðustu árum eftir að hafa í áraraðir glímt við fíkn og fallið aftur og aftur. Reynir er gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar kókaín hafa ítrekað tekið sig til helvítis og rústað lífi sínu. Hann sé þakklátur í dag að hafa fundið frelsi.

Lífið
Fréttamynd

Drakk ó­geðs­lega illa og hætti eftir blindafyllerí

Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Lífið
Fréttamynd

Ingvar út­skrifaður úr með­ferð

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi.

Innlent
Fréttamynd

Flutningur Konu­kots mikið fram­fara­skref en skilur á­hyggjur ná­granna

Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Heldur sér við efnið og burt frá efnunum

„Ég er rosalega ánægð að vera komin á þann stað að geta staðið í fæturna og horfst í augu við sjálfa mig. Það er ótrúlega leiðinlegt að vera með drauma en þú getur engan veginn tekið eitt skref í áttina að þeim,“ segir tónlistarkonan Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Alvia Islandia. Hún er farin á fullt í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru og ræddi við blaðamann um lífið, listina, edrúmennskuna og fallega framtíð.

Tónlist
Fréttamynd

Missa fata­markaðinn með flutningi Konu­kots í Ár­múla

Síðasti opnunardagur Kotsins – fatamarkaðar er í dag. Kotið hefur síðasta árið verið rekið í húsnæði Konukots. Þar er seldur fatnaður til styrktar Konukots. Þar hafa konurnar sem dvelja í Konukoti einnig getað fengið föt eða verslað þau.

Innlent
Fréttamynd

Sam­hjálp í kapp­hlaupi við tímann

Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Lífs­nauð­syn­legt að­gengi

Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“

„Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi.

Áskorun
Fréttamynd

Til skoðunar hvort hægt sé að inn­heimta leigu beint af tekjum

Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum.

Innlent
Fréttamynd

Efla eftir­lit með á­fengis­sölu á íþróttaleikjum

Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Innlent
Fréttamynd

Lygin lekur niður á hökuna

Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa.

Skoðun