Lög og regla Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. Innlent 13.10.2005 19:13 Maður lést í átökum Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu. Innlent 13.10.2005 19:13 Nauðgað á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði í gærmorgun nauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað inni á salerni á skemmtistað í Keflavík. Lögreglu barst kæran um klukkan hálf sex um morguninn og fór hún þegar á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var handtekinn. Innlent 13.10.2005 19:13 Gæsluvarðhalds krafist Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök við annan mann í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir í nótt en tveimur hefur nú verið sleppt. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða í dag. Innlent 13.10.2005 19:13 Vélsleðamaður með opið fótbrot Þyrla landhelgisgæslunnar sótti vélsleðamann með opið beinbrot á fæti inn að Hrauntindum í Rangárvallaafrétt um miðjan dag í gær og flutti á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig voru kallaðar til björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli. Innlent 13.10.2005 19:13 Kærði nauðgun á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. Innlent 13.10.2005 19:13 Bílslys á Svínadal Bíll fór útaf veginum á Svínadal um hálfníuleytið á föstudagskvöld. Lögreglan á Búðardal fékk tilkynningu um að í bílnum væru fjórir slasaðir og þar af eitt meðvitundarlaust barn. Innlent 13.10.2005 19:13 Bjargað þrekuðum og sjóblautum Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfirði mátti hafa sig allan við að koma sér frá borði eftir að eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjargað þaðan í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást víða að. Innlent 13.10.2005 19:13 Varð einum að bana og særði annan 33 ára maður kom óboðinn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og særði annan. Ódæðismaðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 19:13 Gæsluvarðhald til 14. júlí Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí. Innlent 13.10.2005 19:13 Horfði á föður sinn stunginn Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:13 Umferð hefur gengið vel Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Innlent 13.10.2005 19:13 Veisluhald fór úr böndum Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fjórir voru handteknir á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið þurfti lögregluhjálp við að fæla veisluglaða frá húsi í bænum. Innlent 13.10.2005 19:13 Í haldi grunaður um nauðgun Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um nauðgun á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nótt. Innlent 13.10.2005 19:13 Tvær konur létust í árekstri Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxnadal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Þær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Innlent 13.10.2005 19:13 Maður barinn með kylfu Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri á aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins. Innlent 13.10.2005 19:13 Ekið á dreng á hlaupahjóli Um klukkan þrjú í gærdag var ekið á sex ára dreng við Greniteig í Keflavík, en þar er 30 kílómetra hámarkshraði. Innlent 13.10.2005 19:13 Féll sjö metra niður á stétt Kona á þrítugsaldri slasaðist mikið þegar hún féll sjö metra niður á steyptan kant og stétt fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlisshúss í Neskaupstað um tvöleytið aðfaranótt mánudags. Hún fór í aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og í sjúkraflug til Reykjavíkur, en er úr lífshættu. Innlent 13.10.2005 19:13 Gæsluvarðhalds ekki verið óskað Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:13 Strákur lokaður í ruslatunnu Tveir fjórtán piltar lokuðu sjö ára dreng ofan í ruslatunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum. Innlent 13.10.2005 19:13 Tvær konur létust í umferðarslysi Tvær konur létust og einn karlmaður slasaðist mikið í árekstri sem varð á þjóðveginum í Öxnadal undir kvöld í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex. Slysið varð skammt frá bænum Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð og með þeim hætti að jeppi á leið til Akureyrar, sem í voru eldri hjón, og fólksbíll á suðurleið, sem ein kona var í, skullu saman. Innlent 13.10.2005 15:33 Þyrlan komin til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, lenti nú klukkan hálffimm á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjómann sem hún sótti í bát norður af Hornbjargi. Þyrlan var kölluð út á hádegi í dag og var maðurinn kominn um borð í hana rétt fyrir klukkann hálfþrjú. Þyrlan hélt í kjölfarið til Ísafjarðar til að taka eldsneyti og flaug svo beint til Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:33 Tvö minni umferðarslys í gær Maður slasaðist á höfði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum við Laugafell á leiðinni inn að Kárahnjúkum um kvöldmatarleytið í gær. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina að Kárahnjúkum þar sem hlúð var að honum. Bíllinn er ónýtur. Þá urðu ekki teljandi meiðsl á fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á Snæfellsnesvegi skammt sunnan við Hítará í gærdag. Ökumanninum fataðist aksturinn í beygju. Innlent 13.10.2005 15:33 Sækir veikan sjómann við Hornbjarg Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð kölluð út á hádegi til að sækja veikan sjómann um borð í bát norður af Hornbjargi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað nákvæmlega amar að manninum en hann var hífður um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan hálfþrjú. Innlent 13.10.2005 15:33 Brutu rúðu til að komast í teiti Unglingspiltar brutu rúðu í heimahúsi í Garðabæ í nótt þegar þeir reyndu að komast óboðnir inn í samkvæmi. Stúlka á sextánda ári hafði fengið leyfi til að bjóða nokkrum vinkonum sínum heim og höfðu piltarnir frétt af því. Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á staðinn og var fengin aðstoð lögreglunnar í Kópavogi til að skakka leikinn. Enginn var handtekinn vegna þessa. Innlent 13.10.2005 15:33 Á 185 km hraða á Miklubraut Ökumaður var tekinn á 185 kílómetra hraða á Miklubraut neðan Ártúnsbrekku í Reykjavík í nótt. Má hann búast við því að verða sviptur ökuréttinundum og fá háa sekt. Þá voru sex teknir fyrir ölvunarasktur í Reykjavík og einn í Hafnararfirði og annar í Kópavogi. Innlent 13.10.2005 15:33 Annir hjá lögreglunni á Blönduósi Um fimmtíu hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi frá því á fimmtudag. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Lögreglan býst við því að enn eigi þeim eftir að fjölga sem verða tekir fyrir hraðakstur þessa hvítasunnuhelgi. Innlent 13.10.2005 15:33 Gripinn tvisvar án ökuréttinda Tvítugur maður var tvívegis tekinn af lögreglunni í Keflavík í gær fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Fyrst var hann tekinn rétt eftir hádegi og svo aftur seint í gærkvöld. Lögreglan segir mjög hart tekið á brotum sem þessum. Innlent 13.10.2005 15:33 Leituðu torfærukappa á Suðurlandi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt til að leita að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir höfðu lagt af stað frá Gjábakkavegi um fjögurleytið í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal en skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fundu þeir mennina laust fyrir klukkan sex í morgun heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu. Innlent 13.10.2005 15:33 Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 15:33 « ‹ 64 65 66 67 68 69 70 71 72 … 120 ›
Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. Innlent 13.10.2005 19:13
Maður lést í átökum Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu. Innlent 13.10.2005 19:13
Nauðgað á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði í gærmorgun nauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað inni á salerni á skemmtistað í Keflavík. Lögreglu barst kæran um klukkan hálf sex um morguninn og fór hún þegar á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var handtekinn. Innlent 13.10.2005 19:13
Gæsluvarðhalds krafist Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök við annan mann í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir í nótt en tveimur hefur nú verið sleppt. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða í dag. Innlent 13.10.2005 19:13
Vélsleðamaður með opið fótbrot Þyrla landhelgisgæslunnar sótti vélsleðamann með opið beinbrot á fæti inn að Hrauntindum í Rangárvallaafrétt um miðjan dag í gær og flutti á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig voru kallaðar til björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli. Innlent 13.10.2005 19:13
Kærði nauðgun á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. Innlent 13.10.2005 19:13
Bílslys á Svínadal Bíll fór útaf veginum á Svínadal um hálfníuleytið á föstudagskvöld. Lögreglan á Búðardal fékk tilkynningu um að í bílnum væru fjórir slasaðir og þar af eitt meðvitundarlaust barn. Innlent 13.10.2005 19:13
Bjargað þrekuðum og sjóblautum Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfirði mátti hafa sig allan við að koma sér frá borði eftir að eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjargað þaðan í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást víða að. Innlent 13.10.2005 19:13
Varð einum að bana og særði annan 33 ára maður kom óboðinn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og særði annan. Ódæðismaðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 19:13
Gæsluvarðhald til 14. júlí Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí. Innlent 13.10.2005 19:13
Horfði á föður sinn stunginn Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:13
Umferð hefur gengið vel Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Innlent 13.10.2005 19:13
Veisluhald fór úr böndum Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fjórir voru handteknir á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið þurfti lögregluhjálp við að fæla veisluglaða frá húsi í bænum. Innlent 13.10.2005 19:13
Í haldi grunaður um nauðgun Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um nauðgun á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nótt. Innlent 13.10.2005 19:13
Tvær konur létust í árekstri Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxnadal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Þær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Innlent 13.10.2005 19:13
Maður barinn með kylfu Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri á aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins. Innlent 13.10.2005 19:13
Ekið á dreng á hlaupahjóli Um klukkan þrjú í gærdag var ekið á sex ára dreng við Greniteig í Keflavík, en þar er 30 kílómetra hámarkshraði. Innlent 13.10.2005 19:13
Féll sjö metra niður á stétt Kona á þrítugsaldri slasaðist mikið þegar hún féll sjö metra niður á steyptan kant og stétt fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlisshúss í Neskaupstað um tvöleytið aðfaranótt mánudags. Hún fór í aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og í sjúkraflug til Reykjavíkur, en er úr lífshættu. Innlent 13.10.2005 19:13
Gæsluvarðhalds ekki verið óskað Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:13
Strákur lokaður í ruslatunnu Tveir fjórtán piltar lokuðu sjö ára dreng ofan í ruslatunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum. Innlent 13.10.2005 19:13
Tvær konur létust í umferðarslysi Tvær konur létust og einn karlmaður slasaðist mikið í árekstri sem varð á þjóðveginum í Öxnadal undir kvöld í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex. Slysið varð skammt frá bænum Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð og með þeim hætti að jeppi á leið til Akureyrar, sem í voru eldri hjón, og fólksbíll á suðurleið, sem ein kona var í, skullu saman. Innlent 13.10.2005 15:33
Þyrlan komin til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, lenti nú klukkan hálffimm á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjómann sem hún sótti í bát norður af Hornbjargi. Þyrlan var kölluð út á hádegi í dag og var maðurinn kominn um borð í hana rétt fyrir klukkann hálfþrjú. Þyrlan hélt í kjölfarið til Ísafjarðar til að taka eldsneyti og flaug svo beint til Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:33
Tvö minni umferðarslys í gær Maður slasaðist á höfði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum við Laugafell á leiðinni inn að Kárahnjúkum um kvöldmatarleytið í gær. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina að Kárahnjúkum þar sem hlúð var að honum. Bíllinn er ónýtur. Þá urðu ekki teljandi meiðsl á fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á Snæfellsnesvegi skammt sunnan við Hítará í gærdag. Ökumanninum fataðist aksturinn í beygju. Innlent 13.10.2005 15:33
Sækir veikan sjómann við Hornbjarg Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð kölluð út á hádegi til að sækja veikan sjómann um borð í bát norður af Hornbjargi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað nákvæmlega amar að manninum en hann var hífður um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan hálfþrjú. Innlent 13.10.2005 15:33
Brutu rúðu til að komast í teiti Unglingspiltar brutu rúðu í heimahúsi í Garðabæ í nótt þegar þeir reyndu að komast óboðnir inn í samkvæmi. Stúlka á sextánda ári hafði fengið leyfi til að bjóða nokkrum vinkonum sínum heim og höfðu piltarnir frétt af því. Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á staðinn og var fengin aðstoð lögreglunnar í Kópavogi til að skakka leikinn. Enginn var handtekinn vegna þessa. Innlent 13.10.2005 15:33
Á 185 km hraða á Miklubraut Ökumaður var tekinn á 185 kílómetra hraða á Miklubraut neðan Ártúnsbrekku í Reykjavík í nótt. Má hann búast við því að verða sviptur ökuréttinundum og fá háa sekt. Þá voru sex teknir fyrir ölvunarasktur í Reykjavík og einn í Hafnararfirði og annar í Kópavogi. Innlent 13.10.2005 15:33
Annir hjá lögreglunni á Blönduósi Um fimmtíu hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi frá því á fimmtudag. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Lögreglan býst við því að enn eigi þeim eftir að fjölga sem verða tekir fyrir hraðakstur þessa hvítasunnuhelgi. Innlent 13.10.2005 15:33
Gripinn tvisvar án ökuréttinda Tvítugur maður var tvívegis tekinn af lögreglunni í Keflavík í gær fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Fyrst var hann tekinn rétt eftir hádegi og svo aftur seint í gærkvöld. Lögreglan segir mjög hart tekið á brotum sem þessum. Innlent 13.10.2005 15:33
Leituðu torfærukappa á Suðurlandi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt til að leita að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir höfðu lagt af stað frá Gjábakkavegi um fjögurleytið í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal en skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fundu þeir mennina laust fyrir klukkan sex í morgun heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu. Innlent 13.10.2005 15:33
Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 15:33