Innlent

Gæsluvarðhalds ekki verið óskað

Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt. Maðurinn sem lést og sá sem er í haldi lögreglunnar lentu í átökum með þeim afleiðingum að hinn grunaði veitti manninum áverka á brjóstholi með eggvopni sem drógu hann til dauða. Báðir mennirnir eru af erlendu bergi brotnir og búsettir hér á landi. Annar maður, sem var í samkvæminu, þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka sem hann hlaut þegar hann reyndi að stöðva átökin. Hann mun ekki vera í lífshættu. Búist er við að gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum verði óskað síðar í dag.
MYND/Sigurjón



Fleiri fréttir

Sjá meira


×