Lög og regla Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. Innlent 13.10.2005 19:14 Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. Innlent 13.10.2005 19:14 Átelur vinnubrögð ráðuneytis "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverju öðrum hætti heldur en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Lilju Sæmundsdóttur, fyrir Héraðsdómi í gær. Innlent 13.10.2005 19:14 Banamein hnífstungur í brjóst Tvær hnífstungur í brjóstkassann drógu Vu Van Phong, Víetnamann sem ráðist var í Kópavogi á hvítasunnudag, til dauða. Þetta sýnir frumniðurstaða krufningar. Innlent 13.10.2005 19:14 Barnungar stúlkur seldar mansali Grunur leikur á skipulögðu mansali í máli kínverskra ungmenna sem stöðvuð voru á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Ungmennin komu hingað með vegabréf frá Singapúr á leið til Bandaríkjanna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14 Neitað um ættleiðingu vegna offitu Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:14 Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. Innlent 13.10.2005 19:14 Hæstiréttur dæmir Maitslandbræður Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tvíburabræðrunum Rúnari Ben og Davíð Ben Maitsland. Þeir höfðu áður verið dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi hingað til lands í ellefu ferðum. Innlent 13.10.2005 19:14 Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. Innlent 13.10.2005 19:14 Lögreglumaður þurfti hjálp Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þegar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengislykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. Innlent 13.10.2005 19:14 Ökuníðingar hvergi óhultir Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Innlent 13.10.2005 19:14 Dómur styttur vegna ónógra sannana Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Innlent 13.10.2005 19:14 Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:13 Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Innlent 13.10.2005 19:13 Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. Innlent 13.10.2005 19:13 Málverkum stolið af kaffihúsi Tveimur málverkum sem stolið var af kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði um helgina var skilað í dag. Fyrra málverkinu var stolið á föstudagskvöldið og því seinna á laugardagskvöldið en bæði kvöldin var uppákoma á kaffihúsinu og húsfyllir. Að sögn ráðamanna Langa Manga verður ekki gripið til frekari aðgerða vegna þjófnaðarins þar sem sá sem í hlut á sá að sér og sendi myndirnar til baka í pósti frá Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:13 Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:13 Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 19:13 Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 19:13 Jói var okkar stoð og stytta "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. Innlent 13.10.2005 19:13 Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. Innlent 13.10.2005 19:13 Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. Innlent 13.10.2005 19:13 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Innlent 13.10.2005 19:13 Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Innlent 13.10.2005 19:13 Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. Innlent 13.10.2005 19:13 Fullur á traktor í Víkurskarði Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. Innlent 13.10.2005 19:13 Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:13 Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. Innlent 13.10.2005 19:13 Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. Innlent 13.10.2005 19:13 Einn játar meðan annar neitar öllu Seinni hluti eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sæta ákæru í þessum hluta, þar af eru fjórir í gæsluvarðhaldi. Ákært er fyrir tæp átta kíló af amfetamíni og nokkur þúsund skammta af LSD. Innlent 13.10.2005 19:13 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 120 ›
Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. Innlent 13.10.2005 19:14
Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. Innlent 13.10.2005 19:14
Átelur vinnubrögð ráðuneytis "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverju öðrum hætti heldur en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Lilju Sæmundsdóttur, fyrir Héraðsdómi í gær. Innlent 13.10.2005 19:14
Banamein hnífstungur í brjóst Tvær hnífstungur í brjóstkassann drógu Vu Van Phong, Víetnamann sem ráðist var í Kópavogi á hvítasunnudag, til dauða. Þetta sýnir frumniðurstaða krufningar. Innlent 13.10.2005 19:14
Barnungar stúlkur seldar mansali Grunur leikur á skipulögðu mansali í máli kínverskra ungmenna sem stöðvuð voru á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Ungmennin komu hingað með vegabréf frá Singapúr á leið til Bandaríkjanna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14
Neitað um ættleiðingu vegna offitu Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:14
Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. Innlent 13.10.2005 19:14
Hæstiréttur dæmir Maitslandbræður Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tvíburabræðrunum Rúnari Ben og Davíð Ben Maitsland. Þeir höfðu áður verið dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi hingað til lands í ellefu ferðum. Innlent 13.10.2005 19:14
Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. Innlent 13.10.2005 19:14
Lögreglumaður þurfti hjálp Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þegar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengislykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. Innlent 13.10.2005 19:14
Ökuníðingar hvergi óhultir Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Innlent 13.10.2005 19:14
Dómur styttur vegna ónógra sannana Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Innlent 13.10.2005 19:14
Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:13
Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Innlent 13.10.2005 19:13
Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. Innlent 13.10.2005 19:13
Málverkum stolið af kaffihúsi Tveimur málverkum sem stolið var af kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði um helgina var skilað í dag. Fyrra málverkinu var stolið á föstudagskvöldið og því seinna á laugardagskvöldið en bæði kvöldin var uppákoma á kaffihúsinu og húsfyllir. Að sögn ráðamanna Langa Manga verður ekki gripið til frekari aðgerða vegna þjófnaðarins þar sem sá sem í hlut á sá að sér og sendi myndirnar til baka í pósti frá Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:13
Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:13
Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 19:13
Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 19:13
Jói var okkar stoð og stytta "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. Innlent 13.10.2005 19:13
Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. Innlent 13.10.2005 19:13
Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. Innlent 13.10.2005 19:13
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Innlent 13.10.2005 19:13
Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Innlent 13.10.2005 19:13
Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. Innlent 13.10.2005 19:13
Fullur á traktor í Víkurskarði Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. Innlent 13.10.2005 19:13
Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:13
Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. Innlent 13.10.2005 19:13
Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. Innlent 13.10.2005 19:13
Einn játar meðan annar neitar öllu Seinni hluti eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sæta ákæru í þessum hluta, þar af eru fjórir í gæsluvarðhaldi. Ákært er fyrir tæp átta kíló af amfetamíni og nokkur þúsund skammta af LSD. Innlent 13.10.2005 19:13