Ökuníðingar hvergi óhultir 19. maí 2005 00:01 Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira