Neitað um ættleiðingu vegna offitu 19. maí 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira