Innlent

Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan

Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. Maðurinn sem særðist í átökunum sem urðu í fjölbýlishúsinu að Hlíðarhjalla og bróðir hans sögðu í samtali við fréttastofuna að maðurinn, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald til tveggja mánaða vegna málsins, hafi móðgast þegar hinn myrti hafi, sem yngri maður, ekki sýnt sér tilhlýðilega virðingu. Átök, ekki harkaleg að sögn bróðursins, brutust síðan út sem lauk með því að fórnarlambið var stungið í brjóstholið og lést. Matarboð stóð yfir í íbúðinni og kom meintur gerandi þangað í lok matarboðsins. Kona hans og barn komu með honum. Maðurinn sem reyndi að buga árásarmanninn særðist á læri í átökunum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var útskrifaður í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×