Lög og regla

Fréttamynd

Nokkrir teknir í átaki lögreglu

Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

3 ár og milljón í skaðabætur

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök og vill ekki tjá sig

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aukið fjármagn til umferðaröryggis

Stórauknu fjármagni verður á næstu fjórum árum veitt til umferðaröryggismála samkvæmt samningi sem Umferðarstofa og Ríkislögreglustjóri undirrituðu á blaðamannafundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt fyrir hrottafengna nauðgun

42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta vegna samráðs

Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna meints taps af ólöglegu verðsamráði þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Landssíminn dæmdur í Héraðsdómi

Landssíminn var í Héraðsdómi í dag dæmdur til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma milljón króna fyrir afnot af lóð undir fjarskiptamastur í tæp þrjú ár. Lóðin hefur verið í eigu Gullvers síðan maí árið 2001 þegar fyrirtækið keypti hana af ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Síminn skylt að greiða leigu

Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum sem leigu vegna fjarskiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers.

Innlent
Fréttamynd

Mannsins enn leitað

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Karlmaðurinn og konan þekktust og er því vitað hver maðurinn er.

Innlent
Fréttamynd

Tveir kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík kærði tvo ökumenn í nótt fyrir hraðakstur. Annar þeirra var mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var ökumaður stöðvaður á 95 kílómetra hraða innanbæjar í Keflavík þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Pissaræningi handtekinn

Maðurinn sem rændi pissasendil í fyrrinótt var handtekinn í gærkvöldi og hefur hann játað verknaðinn. Maðurinn rændi pissasendilinn í stigagangi í Hvassaleiti í fyrrinótt. Hafði ræninginn 3200 krónur upp úr krafsinu, auk farsíma sendilsins.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt hjá lögreglunni í Reykjavík

Svo virðist sem rigningin í nótt hafi orðið þess valdandi að rólegt var að gera hjá lögreglunni í Reykjavík. Að sögn varðstjóra var fremur lítið um útköll. Í Hafnarfirði kom upp eitt fíkniefnamál við hefðbundið eftirlit þar sem einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni.

Innlent
Fréttamynd

Slógust við lögreglumenn

Hópur manna á Eyrarbakka lenti í slagsmálum við þrjá lögreglumenn frá Selfossi í nótt. Lögreglumenn sáu hvar maður sparkaði í höfuð annars manns og hugðust þá handtaka hann. Félagar árásarmannsins réðust þá að lögreglumönnunum og út brutust mikil átök þar sem lögreglan hafði betur.

Innlent
Fréttamynd

Meintur nauðgari enn ófundinn

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir lögreglu hafa beitt harðræði

Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt þrjá pilta á aldrinum fimmtán til sextán ára við verslun Select í Breiðholti grunaða um að hafa unnið skemmdarverk á húsum í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru piltarnir ölvaðir og einn þeirra með hamar innanklæða.

Innlent
Fréttamynd

Leitað vegna meintrar nauðgunar

Karlmanns um fimmtugt er nú leitað eftir að kona um þrítugt kom á lögreglustöð í dag og kærði hann fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur milli klukkan eitt og tvö í nótt en karlmaðurinn og konan þekktust.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir eftir slagsmál

Tveir menn voru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar í Keflavík eftir átök við lögreglumenn utan við skemmtistað í bænum í nótt. Í Hafnarfirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Sömu sögu er að segja frá Akureyri þar sem nóttin var róleg. Þó var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Maður sem leitað var að fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir á Austurlandi í gær er kominn fram. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði fór hann ranga leið á leið frá Djúpavogi til Egilsstaða í fyrradag og lenti á torfærum vegslóða og festi bíl sinn.

Innlent
Fréttamynd

Pítsusendill rændur í austurborg

Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Maður ógnaði sendlinum með hnífi og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Málið er í rannsókn og er ræningjans leitað. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur og einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni á sér á Laugaveginum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Kannar vísbendingar eftir rán

Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Hann hafði verið pantaður að fjölbýlishúsi við Hvassaleiti. Í anddyri þess réðst maður vopnaður hnífi að sendlinum og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Ræningjans er leitað en lögreglan telur sig hafa ákveðnar vísbendingar sem verið er að kanna.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður borgi sex milljónir

Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík þarf að greiða verðbréfafyrirtæki 6 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málskostnað, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kona lá í skurði fram á morgun

Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli

Fjórir voru fengu fangelsisdóma í seinni hluta svonefnds Dettifossmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngstu dómarnir námu sex og hálfu og sex árum. Þá fékk maður hálfsársdóm, kona fjóra mánuði skilorðsbundna og einn fékk 40 þúsund króna sekt. Smyglararnir þurfa að borga fyrir efnarannsókn á eiturlyfjunum sem þeir voru gripnir með.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamenn kröfðust aðgerða

Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar fyrir amfetamínsmygl

Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir Hafsteini Eðvarðssyni. Síðast er vitað um ferðir Hafsteins við Djúpavog um klukkan fjögur í gær. Talið var að hann væri á leið til Egilsstaða. Hafsteinn, sem er fertugur, var á jeppabifreið af gerðinni Kia Sportage, ljósgrárri að lit. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafsteins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Fáskrúðsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Borgin bætir stuld af fötluðum

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að vísa til lögreglu meintum fjárdrætti starfsmanns borgarinnar úr heimilissjóði íbúa á heimili ætluðu fötluðum.

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur vegna graðhests

Steypustöðin Dalvík ehf. og Sjóvá-Almennar voru í dag dæmd til að greiða eiganda graðhestsins Ísaks frá Ketilsstöðum 550.000 krónur í bætur ásamt vöxtum. Hesturinn drapst þegar steypubíll frá Steypustöðinni ók á hann skammt frá Dalvík í október árið 2002. Ísak var undan kynbótahestinum Hrafni frá Holtsmúla og ágætlega ættaðri hryssu, Litlu-Löpp frá Möðruvöllum. Ísak frá Ketilsstöðum var því metinn á 1,1 milljón króna.

Innlent