Innlent

Var ekki með haffærisskírteini

Lögreglumenn biðu á bryggjunni þegar handfæra- og línubáturinn Eyjólfur Ólafsson GK kom til Sandgerðis í gærkvöldi eftir að mikil leit hafði verið gerð að bátnum í gær. Það var gert þar sem hann hvarf úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og ekki náðist samband við hann um talstöð eða síma. Í ljós kom að báturinn hafði farið út fyrir leyfileg mörk, hann hafði ekki haffærisskírteini og hvorugur bátsverja hafði fullgilda lögskráningu á bátinn og voru því ótryggðir. Þegar ekkert hafði til bátsins spurst voru tvö björgunarskip send til leitar í gær ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni sem fann bátinn og skipaði skipstjóranum að halda til lands. Landhelgisgæslan tekur nú við rannsókn málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×