Innlent

Kona lá í skurði fram á morgun

Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu. Lögregla og um 50 manns úr björgunarsveitum frá Húnavatnssýslum og Skagafirði höfðu mikinn viðbúnað við leitina sem hófst um klukkan hálf fimm um morguninn. Notaðir voru leitarhundar og tvær einkaflugvélar leituðu úr lofti. Að sögn lögreglu á Blönduósi meiddist konan í baki við fallið ofan í skurðinn og var í þannig ástandi að hún gat ekki gert vart við sig, þó svo að hún yrði vör við leitarfólk. Þá var hún klædd í flíspeysu sem féll að umhverfi hennar þannig að erfitt var að koma auga á hana. Lögregla sagði að margbúið hefði verið að kíkja ofan í skurðinn. Konan var flutt á heilbrigðisstofnun á Blönduósi til skoðunar eftir hrakfarir næturinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×