Erlent Oprah Winfrey áhrifamesta fræga persónan Oprah Winfrey er áhrifamesta fræga persóna í heimi samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti og söngkonan Madonna lenti í því þriðja. Listinn hjá Forbes tekur tillit til tekna og hversu mikið efni er að finna um þær á internetinu og í fjölmiðlum. Á síðasta ári sat Tom Cruise á toppi listans. Erlent 15.6.2007 07:54 Fyrrverandi meðlimur KKK fundin sekur um aðild að morðum Fyrrum meðlimur Ku Klux Klan hefur verið dæmdur fyrir mannrán og aðild að morðum sem framin voru árið 1964. Þá var tveimur svörtum unglingum rænt, þeir lamdir og síðan drekkt. James Seale, sem nú er 71 árs, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 15.6.2007 07:15 Forseti Argentínu vill Falklandseyjar Forseti Argentínu, Nestor Kirchner, hét því í gær að Argentína mundi aftur ráða ríkjum á Falklandseyjum. Hann ætlaði sér þó að fá þær aftur á friðsamlegan hátt. Þá sagði hann sigur Breta í Falklandseyjastríðinu vera nýlendusigur sem heimurinn hefði verið á móti. Erlent 15.6.2007 07:05 Rússar drekka frá sér lífið Rússneskir karlmenn eiga sér að því virðist dauðaósk því margir þeirra drekka bæði rakspíra og hreinsivörur. Bresk rannsókn komst að því að helming dauðsfalla karlmanna á vinnualdri í Rússlandi megi rekja til hættulegra drykkjuvenja. Erlent 15.6.2007 07:01 Bifhjóli og bíl lenti saman Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild Landsspítalans eftir að hafa lent í árekstri við bíl á mótum Hverfisgötu og Barónstígs í Reykjavík í gærkvöldi. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Innlent 15.6.2007 06:58 Hamas tekur völdin á Gaza Hamas segist hafa tekið öll völdin á Gaza svæðinu. Seint í gærkvöldi leysti forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, ríkisstjórnina upp og lýsti yfir neyðarástandi. Erlent 15.6.2007 06:54 Óttast kjarnorkuöld Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld. Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna. Erlent 14.6.2007 23:30 Hálsbrotinn í 10 ár 14 ára drengur í Dorset á suður Englandi var hálsbrotinn í 10 ár. Hann spilaði rúgbý, lék sér á brimbretti og hjólaði um á fjallahjóli án þess að hafa hugmynd um brotið. 14 ára gamall fór hann að finna til og upplifði jafnvægisleysi. Þegar hann missti skyndilega meðvitund komust læknar að því að hann væri hálsbrotinn. Erlent 14.6.2007 19:54 Þjóðstjórn leyst upp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum. Erlent 14.6.2007 18:54 JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49 Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Viðskipti erlent 14.6.2007 11:21 Hamas herðir tökin á Gaza Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Erlent 14.6.2007 11:06 Walid Eido grafinn í dag Jarðarför líbanska þingmannsins Walids Eido fór fram í Líbanon í morgun. Hann var harður andstæðingur Sýrlendinga og stefnu þeirra gagnvart Líbanon. Eido var jafnframt sjötti líbanski þingmaðurinn, sem er á móti Sýrlandi, sem myrtur er á tveimur síðustu árum. Bankar, verslanir og skólar eru lokaðir í dag. Eido var grafinn í Beirút, innan við sólarhring eftir að hann lést en það er samkvæmt múslimskri hefð. Erlent 14.6.2007 10:30 1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda. Viðskipti erlent 14.6.2007 10:18 Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. Innlent 14.6.2007 10:18 Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum. Viðskipti erlent 14.6.2007 09:34 300 milljónir með breiðbandstengingar Nærri 300 milljón jarðarbúar hafa nú aðgang að breiðbandstengingum fyrir internetið. Þær þýða aukinn vöxt á fyrirbærum eins og vefsíðunum MySpace og YouTube. Talið er að um 1,1 milljarður manna hafi aðgang að netinu en það er einn sjötti af jarðarbúum. Erlent 14.6.2007 09:03 25 ár síðan Falklandseyjastríðinu lauk Bretar minnast þess í dag að 25 ár eru liðin frá því Falklandseyjastríðinu lauk. Drottningin og Tony Blair munu þá ganga með þeim sem tóku þátt í stríðinu og minnast þeirra sem létust í því. Argentína gerði innrás á eyjarnar í byrjun apríl árið 1982 og tók þær yfir en eyjarnar liggja fyrir utan strönd Argentínu. Erlent 14.6.2007 08:41 Hamas sækir í sig veðrið Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Erlent 14.6.2007 08:04 Ráðist á moskur súnnía í Bagdad Ráðist var á þrjár moskur súnnía í Bagdad í nótt og þær brenndar verulega. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki en grunur leikur á að sjía múslimar komi þar að. Árásirnar á súnnía moskurnar gerast aðeins degi eftir að bænaturnar al-Askirya moskunnar voru sprengdir upp. Erlent 14.6.2007 07:53 Vígamenn beita skæruhernaði í Sómalíu Vígamenn í Sómalíu réðust að eþíópískum hersveitum í nótt og skutu einn mann til bana aðeins nokkrum klukkustundum eftir að friðarráðstefnu í landinu var frestað. Lítið er um stóra bardaga í Sómalíu lengur. Nú snúast átökin um fámennar skæruárásir vígamanna gegn stjórnarhernum og þeim erlenda herafla sem er í landinu. Erlent 14.6.2007 07:36 Leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu finnast Steingerðar leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu hafa fundist í innri Mongólíu í Kína. Venjulega er talið að eftir því sem risaeðlurnar þróuðust í fugla hafi þær orðið minni. Erlent 14.6.2007 07:25 Fulltrúadeildin samþykkir skotvopnafrumvarp Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem mun leiða til þess að frekari bakgrunnsupplýsinga verður leitað um þá sem ætla sér að kaupa skotvopn. Ef öldungadeildin samþykkir einnig frumvarpið verður það fyrsta stóra skotvopna-frumvarpið sem samþykkt er í 13 ár. Erlent 14.6.2007 07:16 Vatikanið hættir stuðningi við Amnesty International Vatikanið hefur hvatt alla kaþólikka til þess að hætta að styrkja Amnesty International með fjárgjöfum. Ástæðan er að vatikanið sakar Amnesty um að stuðla að og veita styrki til fóstureyðinga. Amnesty segist ekki hvetja til fóstureyðinga en sagði konur vissulega hafa réttinn til þess að taka eigin ákvörðun og þá sérstaklega þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Erlent 14.6.2007 07:12 Norður-Kórea fær aðgang að fjármunum sínum Millifærsla á fjármunum í eigu ríkisstjórnar Norður-Kóreu frá banka á Macau mun hefjast síðar í dag. Millifærslan var lykilatriði í afvopnunarsamningum landsins við Bandaríkin. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005. Norður-Kórea neitaði að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu en um 25 milljónir dollara er að ræða. Erlent 14.6.2007 07:08 Hamas og Fatah ná samkomulagi um vopnahlé Stríðandi fylkingar á Gaza svæðinu hafa náð samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Erlent 14.6.2007 06:58 Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Erlent 13.6.2007 21:40 Baráttan harðnar á milli McCain og Romney John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Rommney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga. Erlent 13.6.2007 20:18 Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. Erlent 13.6.2007 18:12 Sexburamóðirin á batavegi Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum varð fyrir hjartabilun eftir fæðinguna, en er nú á batavegi. Faðir barnanna segir hamingjuna ólýsanlega, en börnin eru komin úr öndunarvélum. Erlent 13.6.2007 17:46 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 334 ›
Oprah Winfrey áhrifamesta fræga persónan Oprah Winfrey er áhrifamesta fræga persóna í heimi samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti og söngkonan Madonna lenti í því þriðja. Listinn hjá Forbes tekur tillit til tekna og hversu mikið efni er að finna um þær á internetinu og í fjölmiðlum. Á síðasta ári sat Tom Cruise á toppi listans. Erlent 15.6.2007 07:54
Fyrrverandi meðlimur KKK fundin sekur um aðild að morðum Fyrrum meðlimur Ku Klux Klan hefur verið dæmdur fyrir mannrán og aðild að morðum sem framin voru árið 1964. Þá var tveimur svörtum unglingum rænt, þeir lamdir og síðan drekkt. James Seale, sem nú er 71 árs, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 15.6.2007 07:15
Forseti Argentínu vill Falklandseyjar Forseti Argentínu, Nestor Kirchner, hét því í gær að Argentína mundi aftur ráða ríkjum á Falklandseyjum. Hann ætlaði sér þó að fá þær aftur á friðsamlegan hátt. Þá sagði hann sigur Breta í Falklandseyjastríðinu vera nýlendusigur sem heimurinn hefði verið á móti. Erlent 15.6.2007 07:05
Rússar drekka frá sér lífið Rússneskir karlmenn eiga sér að því virðist dauðaósk því margir þeirra drekka bæði rakspíra og hreinsivörur. Bresk rannsókn komst að því að helming dauðsfalla karlmanna á vinnualdri í Rússlandi megi rekja til hættulegra drykkjuvenja. Erlent 15.6.2007 07:01
Bifhjóli og bíl lenti saman Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild Landsspítalans eftir að hafa lent í árekstri við bíl á mótum Hverfisgötu og Barónstígs í Reykjavík í gærkvöldi. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Innlent 15.6.2007 06:58
Hamas tekur völdin á Gaza Hamas segist hafa tekið öll völdin á Gaza svæðinu. Seint í gærkvöldi leysti forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, ríkisstjórnina upp og lýsti yfir neyðarástandi. Erlent 15.6.2007 06:54
Óttast kjarnorkuöld Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld. Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna. Erlent 14.6.2007 23:30
Hálsbrotinn í 10 ár 14 ára drengur í Dorset á suður Englandi var hálsbrotinn í 10 ár. Hann spilaði rúgbý, lék sér á brimbretti og hjólaði um á fjallahjóli án þess að hafa hugmynd um brotið. 14 ára gamall fór hann að finna til og upplifði jafnvægisleysi. Þegar hann missti skyndilega meðvitund komust læknar að því að hann væri hálsbrotinn. Erlent 14.6.2007 19:54
Þjóðstjórn leyst upp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum. Erlent 14.6.2007 18:54
JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49
Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Viðskipti erlent 14.6.2007 11:21
Hamas herðir tökin á Gaza Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Erlent 14.6.2007 11:06
Walid Eido grafinn í dag Jarðarför líbanska þingmannsins Walids Eido fór fram í Líbanon í morgun. Hann var harður andstæðingur Sýrlendinga og stefnu þeirra gagnvart Líbanon. Eido var jafnframt sjötti líbanski þingmaðurinn, sem er á móti Sýrlandi, sem myrtur er á tveimur síðustu árum. Bankar, verslanir og skólar eru lokaðir í dag. Eido var grafinn í Beirút, innan við sólarhring eftir að hann lést en það er samkvæmt múslimskri hefð. Erlent 14.6.2007 10:30
1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda. Viðskipti erlent 14.6.2007 10:18
Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. Innlent 14.6.2007 10:18
Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum. Viðskipti erlent 14.6.2007 09:34
300 milljónir með breiðbandstengingar Nærri 300 milljón jarðarbúar hafa nú aðgang að breiðbandstengingum fyrir internetið. Þær þýða aukinn vöxt á fyrirbærum eins og vefsíðunum MySpace og YouTube. Talið er að um 1,1 milljarður manna hafi aðgang að netinu en það er einn sjötti af jarðarbúum. Erlent 14.6.2007 09:03
25 ár síðan Falklandseyjastríðinu lauk Bretar minnast þess í dag að 25 ár eru liðin frá því Falklandseyjastríðinu lauk. Drottningin og Tony Blair munu þá ganga með þeim sem tóku þátt í stríðinu og minnast þeirra sem létust í því. Argentína gerði innrás á eyjarnar í byrjun apríl árið 1982 og tók þær yfir en eyjarnar liggja fyrir utan strönd Argentínu. Erlent 14.6.2007 08:41
Hamas sækir í sig veðrið Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Erlent 14.6.2007 08:04
Ráðist á moskur súnnía í Bagdad Ráðist var á þrjár moskur súnnía í Bagdad í nótt og þær brenndar verulega. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki en grunur leikur á að sjía múslimar komi þar að. Árásirnar á súnnía moskurnar gerast aðeins degi eftir að bænaturnar al-Askirya moskunnar voru sprengdir upp. Erlent 14.6.2007 07:53
Vígamenn beita skæruhernaði í Sómalíu Vígamenn í Sómalíu réðust að eþíópískum hersveitum í nótt og skutu einn mann til bana aðeins nokkrum klukkustundum eftir að friðarráðstefnu í landinu var frestað. Lítið er um stóra bardaga í Sómalíu lengur. Nú snúast átökin um fámennar skæruárásir vígamanna gegn stjórnarhernum og þeim erlenda herafla sem er í landinu. Erlent 14.6.2007 07:36
Leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu finnast Steingerðar leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu hafa fundist í innri Mongólíu í Kína. Venjulega er talið að eftir því sem risaeðlurnar þróuðust í fugla hafi þær orðið minni. Erlent 14.6.2007 07:25
Fulltrúadeildin samþykkir skotvopnafrumvarp Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem mun leiða til þess að frekari bakgrunnsupplýsinga verður leitað um þá sem ætla sér að kaupa skotvopn. Ef öldungadeildin samþykkir einnig frumvarpið verður það fyrsta stóra skotvopna-frumvarpið sem samþykkt er í 13 ár. Erlent 14.6.2007 07:16
Vatikanið hættir stuðningi við Amnesty International Vatikanið hefur hvatt alla kaþólikka til þess að hætta að styrkja Amnesty International með fjárgjöfum. Ástæðan er að vatikanið sakar Amnesty um að stuðla að og veita styrki til fóstureyðinga. Amnesty segist ekki hvetja til fóstureyðinga en sagði konur vissulega hafa réttinn til þess að taka eigin ákvörðun og þá sérstaklega þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Erlent 14.6.2007 07:12
Norður-Kórea fær aðgang að fjármunum sínum Millifærsla á fjármunum í eigu ríkisstjórnar Norður-Kóreu frá banka á Macau mun hefjast síðar í dag. Millifærslan var lykilatriði í afvopnunarsamningum landsins við Bandaríkin. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005. Norður-Kórea neitaði að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu en um 25 milljónir dollara er að ræða. Erlent 14.6.2007 07:08
Hamas og Fatah ná samkomulagi um vopnahlé Stríðandi fylkingar á Gaza svæðinu hafa náð samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Erlent 14.6.2007 06:58
Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Erlent 13.6.2007 21:40
Baráttan harðnar á milli McCain og Romney John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Rommney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga. Erlent 13.6.2007 20:18
Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. Erlent 13.6.2007 18:12
Sexburamóðirin á batavegi Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum varð fyrir hjartabilun eftir fæðinguna, en er nú á batavegi. Faðir barnanna segir hamingjuna ólýsanlega, en börnin eru komin úr öndunarvélum. Erlent 13.6.2007 17:46