Innlent

Samkomulag næst um viðskipti með fílabein

Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár.

Nokkur ríki höfðu krafist þess að fá útflutningskvóta á ári hverju en önnur kröfðust algjörs banns næstu 20 árin. Ennfremur náðist samkomulag um að ágóðinn af sölu fílabeinsins yrði notaður til þess að vernda fíla fyrir veiðiþjófum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×