Erlent

Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador

Vera Einarsdóttir skrifar
Ummerki eftir jarðskjálftann í El Salvador 2001
Ummerki eftir jarðskjálftann í El Salvador 2001 MYND/AFP

Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Flóðbylgjuvarnarmiðstöð á Hawaii var í viðbragðsstöðu en ekki var talin hætta á flóðbylgju þar sem upptök skjálftans voru það djúpt á hafsbotni. Einu fregnir sem borist hafa af skemmdum er á símalínum og liggur símasamband á svæðinu niðri.

Tveir jarðskjálftar voru með tveggja mánaða millibili í El Salvador árið 2001. Þá létust 1.150 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×