Erlent

Fréttamynd

Innanhússrannsókn hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið bandaríska hefur fyrirskipað innanhússrannsókn á því hvers vegna ekkert hafi verið aðhafst þegar ábendingar bárust fyrir nærri áratug um möguleg svik Bernards Madoffs, fyrrverandi stjórnarformanns Nasdaq kauphallarinna. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik og málið talið eitt það umfangsmesta í sögunni.

Erlent
Fréttamynd

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílarisar bíða lengur eftir láni

Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pundið aldrei lægra gagnvart evru

Íslenska krónan er ekkert eyland því gengi breska pundsins hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Er nú svo komið að það hefur aldrei verið lægra gagnvart evru og öðrum gjaldmiðlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretland á barmi kreppu

Breska hagkerfið dróst saman um eitt prósent frá september fram í enda nóvember, sam kvæmt nýbirtum gögnum bresku hagstofunnar. Dragist hagvöxtur saman tvo fjórðunga í röð má segja að samdráttarskeið sé runnið upp, samkvæmt þumalfingursreglum. Sú stund er nú næstum runnin upp í Bretlandi en hagkerfið dróst saman um hálft prósentustig á þriðja ársfjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Obama kætir bandaríska fjárfesta

Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár

Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle

Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svíar lækka stýrivexti

Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandarískir bílaframleiðendur eygja von

Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus

Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Björgun Citigroup hífir markaði upp

Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandarískir markaðir opna í plús

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður

Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sala á Woolworths í skoðun

Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í versluninni. Viðskipti voru stöðvuð með bréf Woolworths í bresku kauphöllinni í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf vestanhafs jöfnuðu sig lítillega

Gengi hlutabréfa hækkkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir skell í gær og fyrrihluta dagsins en alda lækkunar reið yfir á meðan Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins og Sheila Bair, stjórnarformaður Innlánastofnunarinarinn (FDIC) deildu um björgunarpakkann stóra sem bandaríkjaþing samþykkti fyrir nokkru.

Viðskipti erlent