Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður 19. nóvember 2008 21:00 Bandarískir miðlarar bera saman bækur sínar á Wall Street. Mynd/AP Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira